„Blæðandi“-borgarar slá í gegn í Costco

Þessir borgarar eru sérlega girnilegir.
Þessir borgarar eru sérlega girnilegir. mbl.is/skjáskot af Instagram

Nýjasta æðið í grill-bransanum þykir nokkuð furðulegt - þó aðallega fyrir þær sakir að það er bara alls ekki það sem fólk á von á.

Um er að ræða borgara úr Costco sem „blæða“ ef svo mætti að orði komast en ekki hefðbundnu blóði heldur rauðrófusafa þannig að borgarinn lítur út eins og hefðbundið kjöt þrátt fyrir að vera vegan. 

Costco setti þessa snilld á markað í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári og nú þegar hafa yfir milljón borgarar selst á aðeins 60 dögum. Af viðbrögðunum að dæma er um tímamótavöru að ræða og þrátt fyrir að varan sé ekki enn komin í sölu hér á landi þá skorum við hér með á Costo Íslandi (eða aðrar verslanir) að bjóða upp á lífræna „blæðandi“ borgara sem innihalda nákvæmlega ekkert kjöt.

Ágætt svona inn á milli...

We got our bag 🎉 #plantbased #burger #organic #glutenfree #vegan #natural

A post shared by Don Lee Farms (@donleefarms) on Mar 24, 2018 at 12:30pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert