Ofur-afslappað eldhús hjá Sigurd Larson

Eldhúsið er stílhreint og fallegt.
Eldhúsið er stílhreint og fallegt. mbl.is/Reform

Danski arkítektinn Sigurd Larson er þekktur fyrir fallega hönnun en hann rekur hönnunarstúdíó í Berlín þar sem hann býr. 

Eins og eðlilegt hlýtur að teljast lék Matarvefnum forvitni á því að vita hvernig eldhús Sigurd hefði því smekklegt fólk með hönnunarhæfileika er ábyggilega með fínasta eldhús. 

Sigurd stóð fyllilega undir væntingum en hann er með innréttingu frá danska fyrirtækinu Reform sem við höfum áður fjallað um hér á vefnum. 

Eldhúsið er dimm blágrænt og höldurnar eru í sama lit og hurðirnar 

Athygli vekur að eldhúsið er ekki ofur-stíliserað eins og oft vill vera fyrir myndatökur og skín í gegn að eldhúsið er ekki bara upp á punt. Stíllinn er afslappaður, plöntur fá sín notið og andrúmsloftið er almennt afslappað og hugsað úr frá þægindum.

Afar heimilislegt en um leið fallegt eldhús.

Heimasíða Reform.

Sigurd Larson í eldhúsinu.
Sigurd Larson í eldhúsinu. mbl.is/Reform
Eldhúsbekkurinn er úr við og flísarnar eru klassískar
Eldhúsbekkurinn er úr við og flísarnar eru klassískar "subway" flísar. mbl.is/Reform
Hægt er að ganga beint úr á svalir úr eldhusinu.
Hægt er að ganga beint úr á svalir úr eldhusinu. mbl.is/Reform
Áferðin á hurðunum er sérlega falleg.
Áferðin á hurðunum er sérlega falleg. mbl.is/Reform
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert