Sumarleg sítrónukaka með grískri jógúrt og berjum

Það er fátt betra á fallegum degi en ilmandi æðislegt sítrónukaka - hvað þá ef hún er toppuð með grískri jógrúrt og berjum. 

Hér gefur að líta nýjasta þátt Hraðrétta og það ætti ekki nokkur að lenda í vandræðum með að baka þessa snilld því það er útskýrt eins aðgengilega og kostur er. 

Sítrónukaka með grískri jógúrt og berjum

 • 2 sítrónur, börkur af báðum og safi af einni (safi af 1½ ef þær eru mjög litlar)
 • 140 g smjör
 • 160 g sykur
 • 80 g hveiti
 • 2 msk. rjómi
 • 2 egg
 • 1 tsk. vanilludropar
 • 200 g Örnu grísk jógúrt
 • 150 g blönduð ber eða ávextir
 • nokkrar timian eða myntugreinar, má sleppa
 • 2 msk. flórsykur

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 180°C.
 2. Setjið bökunarpappír í botninn á smelluformi sem er 20 -22 cm í þvermál.
 3. Þvoið sítrónurnar og þurrkið þær vel. Bræðið smjörið í litlum potti.
 4. Setjið sykur og hveiti í rúmgóða skál. Hellið smjörinu, Örnu rjóma og vanilludropum út í og hrærið saman.
 5. Bætið eggjum, sítrónubörk og safa út í og hrærið allt vel saman með sleif. Hellið hrærunni í formið og bakið þetta í 20-22 mín.
 6. Látið kökuna kólna aðeins og losið hana síðan úr forminu og setjið á kökudisk.
 7. Berið fram með Örnu grískri jógúrt, berjum og e.t.v. ferskum timiangreinum eða myntu.
 8. Dustið yfir með flórsykri.
Sumarleg sítrónukaka með grískri jógúrt og ferskum berjum.
Sumarleg sítrónukaka með grískri jógúrt og ferskum berjum. mbl.is/
mbl.is