Partýpítsur sem slegist var um

Pítsurnar runnu út að sögn Berglindar.
Pítsurnar runnu út að sögn Berglindar. mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Partýpístur slá alltaf í gegn í öllum boðum en þessa uppskrift má að sjálfsögðu nota til að gera hefðbundna pítsu. Það er Berglind Hreiðars á Gotterí og gersemar sem á heiðurinn að þessari uppskrift sem hún segist hafa fengið hjá Lillý nágranna sínum sem er greinilega góður granni. 

Uppskiftin sé fín í þrjá stóra botna en þegar Berglind gerði partýpítsurnar þá fékk hún 50 smápítsúr út úr uppskriftinni. 

Pítsurnar voru að sögn Berglindar rifnar út en afganginn frysti hún og grípur þegar með þarf. 

Partýpizzur

  • 10 dl hveiti
  • 1 poki þurrger
  • 2 tsk salt
  • 4 dl volgt vatn
  • 3 msk matarolía
  • pizzasósa
  • Ostur og álegg

Aðferð:

  1. Þurrefnin hrærð saman og volgu vatni og matarolíu blandað saman við. Hrært með króknum þar til falleg kúla hefur myndast.
  2. Spreyið skál með matarolíu, veltið deiginu upp úr, plastið og leyfið að hefast í 1 klst.
  3. Smyrjið með pizzasósu, stráið osti yfir og að lokum því áleggi sem þið viljið.
  4. Við söxuðum pepperoni á hluta en hluti var bara margarita.
  5. Til þess að útbúa hringina notuðum við litla plastskál og þið getið í raun gert þá stærð sem ykkur hentar.
  6. Þessar pizzur slógu rækilega í gegn og mæli ég með því þið prófið!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert