Hafrabomban sem einkaþjálfarinn elskar

Anna Eiríks og hafrabomban sem hún elskar.
Anna Eiríks og hafrabomban sem hún elskar. mbl.is/samsett mynd

Hver elskar ekki léttan og fljótlegan morgunverð þegar tíminn er af skornum skammti. Morgunverð sem er dásamlega bragðgóður og líka svo merkilega hollur.

Það er Anna Eiríksdóttir einkaþjálfari sem á þessa uppskrift en hún er afkaplega hrifin af honum. „Þegar ég er í tímaþröng á morgnana þá finnst mér mjög gott að henda í þennan þeyting sem ég kalla hafrabombu en hann inniheldur haframjöl sem gerir þeytinginn trefjaríkari,“ segir Anna og bætir við að hægt sé að leika sér með uppskriftina fram og til baka.

„Ég hvet ykkur til þess að prófa þennan dásamlega þeyting," segir Anna og ef þið viljið hugsa enn betur um líkamann þá er hún að byrja með námskeið inn á heimasíðunni sinni sem er sérsniðið fyrir alla upptekna en það heitir einmitt Fit21 eða í form á 21 mínútu. Ljóst er að tímaskortur er engin afsökun lengur enda Anna afburðarflink í að setja saman aðgengileg prógrömm sem allir ráða við en skila úrvals árangri.

Hafrabomban sem einkaþjálfarinn elskar

  • 1/2 bolli frosin jarðaber
  • 1/2 bolli frosin bláber
  • 1 bolli rísmjólk með vanillu eða möndlumjólk
  • 1/2 bolli fínt haframjöl
  • 1 lítill banani

Aðferð:

Allt sett í blandara og hrært vel saman, einfaldara gerist það ekki!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert