Íðilfagurt eldhús í Vesturbænum

mbl.is/ATT arkitektar

Unnur Skúladóttir, flugfreyja hjá Icelandair, og Sindri Tryggvason, sem starfar hjá flutningastýringardeild Samskipa, búa í smekklega innréttaðri íbúð í Vesturbænum ásamt tveggja ára syni sínum, Bjarti. Matarvefurinn er sem kunnugt er með sérstakt dálæti á eldhúsum og lék forvitni á að 

mbl.is/Valli

Við erum með frekar einfaldan stíl en viljum samt hafa hlutina aðeins öðruvísi en aðrir. Okkur finnst gaman að hafa fallegt í kringum okkur en leggjum mikla áherslu á þægindi og notagildi. Við erum hrifin af því að blanda saman nýjum og notuðum hlutum,“ útskýrir Unnur og bætir við að stíllinn snúist líka mikið um rétt litaval hverju sinni og fallega lýsingu.

Parið fékk íbúðina afhenta í maí 2017 og flutti inn í september sama ár.

KitchenAid hrærivél og Dualit brauðrist.
KitchenAid hrærivél og Dualit brauðrist. mbl.is/Valli

Þau fóru í miklar framkvæmdir og tóku alla íbúðina í gegn án þess þó að breyta upphaflegu skipulagi. „Við tókum aðra íbúð í gegn fyrir tveimur árum með aðstoð pabba hans Sindra og vissum því hvað við vorum að fara út í,“ útskýrir Unnur en faðir Sindra, Tryggvi Tryggvason hjá ATT arkitektum, er arkitekt og mjög handlaginn. „Hann hannaði fyrir okkur eldhúsið ásamt því að hanna og smíða stofuborð, hljóðvegg, rúmgafl og fleira,“ segja þau og gætu ekki verið ánægðari með útkomuna.

mbl.is/Valli

Unnur og Sindri leggja áherslu á að heimilið sé einfalt og tímalaust. „Þægindi skipta okkur einnig miklu máli. Við vöndum vel valið og hugsum okkur vel um áður en við kaupum nýja hluti inn á heimilið. Við erum líka bæði mjög skipulögð og viljum að allir hlutir eigi sinn stað á heimilinu,“ segir Sindri aðspurður hvað sé mikilvægast við innréttingu heimilisins.

mbl.is/Valli

Parið segist versla helst inn á heimilið í Epal og Lumex. „Þær búðir eru í miklu uppáhaldi, við getum alltaf fundið okkur eitthvað þar. Einnig höfum við verslað mikið í Ilvu og IKEA. Eldhúsinnréttingin er til dæmis úr IKEA en við létum svo sérsmíða í kringum hana og fengum okkur vandaða borðplötu úr corian-efni. Síðan höfum við verslað heilmikið erlendis í gegnum tíðina.“

Bitana í loftinu hannaði Tryggvi og smíðaði.
Bitana í loftinu hannaði Tryggvi og smíðaði. mbl.is/Valli

Unnur og Sindri bjuggu í Svíþjóð fyrir nokkrum árum og segjast þar af leiðandi sækja innblástur í skandinavíska hönnun. „Við ólumst bæði upp á fallegum heimilum og höfum alltaf kunnað að meta fallega hluti og hönnun. Unnur er síðan dugleg að skoða instagram,“ útskýrir Sindri, sem er bara nýbúinn að ná í smáforritið og kann voða lítið á það.

Unnur Skúladóttir og Sindri Tryggvason.
Unnur Skúladóttir og Sindri Tryggvason. mbl.is/Valli

Aðspurð hvað sé eftirlætisrými fjölskyldunnar á heimilinu eru Unnur og Sindri sammála um að eldhúsið sé í uppáhaldi, „við eyðum miklum tíma þar og þaðan er líka æðislegt útsýni út á sjó“.

Unnur og Sindri eru hrifin af skandinavískri hönnun.
Unnur og Sindri eru hrifin af skandinavískri hönnun. mbl.is/Valli
String-hillan og apinn góði.
String-hillan og apinn góði. mbl.is/Valli
mbl.is/ATT arkitektar
mbl.is/ATT arkitektar
mbl.is/ATT arkitektar
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert