Kjúklingur í satay með spínati og fetaosti

Fyrirmyndar kjúklingaréttur í alla staði.
Fyrirmyndar kjúklingaréttur í alla staði. mbl.is/Svava Gunnarsdóttir

Fyrir þá sem eru eitthvað daprir yfir kuldanum sem herjar á landann þessa dagana get ég sagt þetta: Örvæntið eigi... nú fögnum við með kjúkling! Hér er um að ræða sjóðheitan og seiðandi kjúkling með spínati og fetaosti - sem er mögulega snjallasta blanda sem hægt er að finna. 

Það er meistari Svava Gunnars á Ljúfmeti og lekkertheit sem á uppskriftina en ef hún kann eitthvað þá er það að galdra fram mat sem allir elska. 

Kjúklingur í satay með spínati og fetaosti 

Uppskrift fyrir 5

  • 4 kjúklingabringur
  • 2 dósir sataysósa 
  • 1 rauðlaukur
  • 1 dós fetaostur
  • 150-200 g spínat
  • 3 dl kús kús
  • 3 dl vatn

Aðferð:

  1. Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið í smjöri. Hellið sataysósunni yfir og látið sjóða við vægan hita í 20-30 mínútur.
  2. Hitið vatn að suðu (mér þykir gott að setja 1 kjúklingatening í vatnið), hrærið kús kús út í, setjið lok á pottinn og takið af hitanum. Látið standa í 5 mínútur.
  3. Setjið kús kús, niðurskorinn rauðlauk, fetaost og spínat út í kjúklinginn og berið fram.
Ákaflega vandaður og bragðgóður kvöldverður.
Ákaflega vandaður og bragðgóður kvöldverður. mbl.is/Svava Gunnarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert