Sjóðheit ráð til að þrífa heimilið

Til er fólk sem hefur það að atvinnu að þrífa og því má sannarlega álykta að það hafi umtalsvert betri þekkingu en almennt gengur og gerist og lumi á góðum ráðum og aðferðum sem gagnlegt væri að fara eftir.

Hér gefur að líta nokkuð skotheldan lista yfir hvernig best er að þrífa heimilið:

  1. Byrjaðu á því að opna glugga og lofta út.
  2. Þrífðu svefnherbergið fyrst. Taktu utan af rúminu, settu nýtt á, þurrkaðu af og ryksgaðu loks gólfið.
  3. Gefðu hreinlætisvörunum tíma til að virka. Spreyjaðu það sem þarf og láttu vökvann liggja á og vinna á blettunum.
  4. Ryksugaðu fyrst - skúraðu svo.
  5. Notaðu gamlan tannbursta til að þrífa staðina sem tuska nær ekki til.
  6. Þurrkaðu vel af öllu.
  7. Notaðu alltaf hlýfðarlak á dýnur. Það lengir líftíma þeirra umtalsvert og ver dýnuna.
  8. Ryksugaðu húsgögnin líka. Það er ástæða fyrir því að allar betri ryksugur eru með sérstakt aukahlutahólf.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert