Hunangs- og hvítlaukskjúklingur sem ærir bragðlaukana

Sérlega girnilegur kjúklingaréttur.
Sérlega girnilegur kjúklingaréttur. mbl.is/Posie Harwood/Food52

Þessi bráðskemmtilega uppskrift er eitthvað sem allir verða að prófa. Bragðið er sérlega flókið og skemmtilegt en engu að síður er hann þesslegur að jafnt börn sem fullorðnir elska hann.

Hunangs- og hvítlaukskjúklingur

  • ½ kg úrbeinuð, skinnlaus kjúklingalæri
  • 4 hvítlauksrif, kramin
  • 1/3 bolli hunang
  • 3 tsk tómatsósa
  • ½ bolli sojasósa (helst með lágu natríuminnihaldi)
  • 1 msk eplaedik
  • ½ tsk þurrkað óreganó
  • 1 msk ristuð sesamfræ
  • 1 búnt vorlaukur, smátt skorinn

Aðferð:

Blandið saman hvítlauk, hunangi, tómatsósu, sojasósu og óreganó. Hellið yfir kjúklingakjötið og látið blönduna þekja það vel.

Setjið kjúklinginn steypujárnspott eða sambærilegan pott sem hægt er að stinga inn í ofn og bakið í 20 mínútur við 220 gráðu hita. 

Dreifið sesamfræjum og söxuðum vorlauk yfir réttinn áður en hann er borinn fram.

Uppskrift: Posie Harwood/Food52

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert