Tobba fékk pöddu í salatið

Tobba og paddan.
Tobba og paddan. mbl.is/samsett mynd

Hver kannast ekki við að fá pöddu í salatið? Viðbrögð fólks geta þó verið margvisleg og á meðan sumir vita fátt verra þá eru aðrir sem bregðast hinir rólegustu við.

Það voru einmitt viðbrögð fyrirmyndarkonunnar Tobbu sem þykir hafa afbragðsgott jafnaðargeð eins og lesendur Matarvefjarins þekkja af eigin raun.

Tobba birti mynd af pöddunni góðu sem hafði laumast með í salatpokann og minnti í leiðinni á að lífræn ræktun þýddi það að pöddur fylgdu oft með. Slíkt bæri ekki að óttast heldur bæri að fagna því enda ekkert eitur notað í ræktuninni.

Góð ráð til að losna við slíka gesti er að skola grænmetið vel – jafnvel láta það liggja í bleyti. Grænmetisskrúbbar séu líka snjöll uppfinning.

Tobba Marínós kallar ekki allt ömmu sína.
Tobba Marínós kallar ekki allt ömmu sína.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert