Grískur sítrónukjúklingur

Þröstur Sigurðsson eða Töddi er mikill meistari í eldhúsinu.
Þröstur Sigurðsson eða Töddi er mikill meistari í eldhúsinu. mbl.is/Þröstur Sigurðasson

Það er nauðsynlegt að vera á alþjóðlegum nótum þessa helgina enda árshátíð Evrópu haldin á laugardaginn í Lissabon. Við erum að sjálfsögðu að tala um Eurovision keppnina og heyrst hefur að mikil stemning sé fyrir alls kyns þjóðlegum réttum hinna ýmsu Evrópulanda. 

Hér gefur að líta stórgóðan rétt sem Þröstur Sig - eða Töddi á heiðurinn að.

Töddi heldur úti matarblogginni Töddi brasar og við leyfum okkur að fullyrða að bloggið hans sé með þeim skemmtilegri. 

En prófið... fáið smá gríska stemningu í kofann og njótið vel. 

Tilbúinn í ofninn.
Tilbúinn í ofninn. mbl.is/Þröstur Sigurðasson

Grískur sítrónukjúklingur, fullkominn fyrir Eurovision!

  • ólívuolíu
  • 4 sítrónur
  • kartöflur
  • rauðlauk
  • grænar ólívur
  • 4 kjúklingabringur
  • hveiti
  • 3 egg
  • raspur
  • hvítlauksduft
  • oregano
  • parmesan (nóg af honum)
  • salt
  • pipar

Aðferð:

  1. Ég byrja á að hita ólívuolíu, salt og börk af einni og hálfri sítrónu í potti, þegar það er kominn upp smá hiti þá swirlar maður þetta saman, þá er olían komin með sítrónukeim.
  2. Sker niður kartöflur og rauðlauk og set í stórt eldfast mót ásamt ólívunum, helli olíunni þar yfir, oregano og smá salt og pipar.
  3. Þá er það raspurinn, mér finnst best að stilla þessu upp í þrjár skálar og ímynda mér að ég sé að vinna á færibandi í Salathúsinu…í einni skál er bara hveiti, þeirri næstu egg og svo er það raspblandan sem inniheldur rasp, hvítlauksduft, salt, fullt af parmesan og kjöt af einni og hálfri sítrónu.
  4. Kjúklingabringurnar eru svo skornar í sirka 3 bita hver, velt upp úr hveiti, svo eggjum, svo raspblöndunni og lagt ofan á grænmetið. Skreyti með sítrónusneiðum.
  5. Baka þetta svo í ofni á 200°C í 45 mínútur.
  6. Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi að ég er farinn að stíga trylltan zorba!
  7. Ég tek svo kjúklinginn af grænmetinu og leyfi honum að hvíla, blasta svo grænmetið á blæstri í 15 mín.
  8. Þá er komið að x-factornum, leyniatriðinu, hunangssinnepssóunni í pylsuendanum (frá Bahncke).
  9. Þessi svokallaða graflaxsósa er besta hunangssinepssósan á markaðnum í dag…og hún hefur ekkert með lax að gera, ekki láta brúsan blekkja ykkur, þetta er sturlun.
Sérlega girnilegur kjúklingur að hætti Tödda.
Sérlega girnilegur kjúklingur að hætti Tödda. mbl.is/Þröstur Sigurðasson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert