Einfaldi eftirrétturinn sem Svava elskar

mbl.is/Svava Gunnarsdóttir

Svava Gunnars á Ljúfmeti og lekkertheit á heiðurinn að þessum girnilega eftirrétt sem hún segir að sé sára einfaldur. „Einn af mínum uppáhalds veitingastöðum er Pa&Co í Stokkhólmi. Staðurinn er lítill, heimilislegur og alltaf þéttsetinn, handskrifaði matseðillinn sem hangir á veggnum er breytilegur og það virðist allt sem kemur úr eldhúsinu þeirra vera ólýsanlega gott," segir Svava.

„Ég hef tvisvar verið komin með matreiðslubókina sem þeir gáfu út í hendurnar en í bæði skiptin hætt við að kaupa hana, því mér þykja uppskriftirnar í henni ekki í takt við staðin (á staðnum er meiri heimilismatur en er í bókinni) og því hún er svo stór og plássfrek að ferðast með. Einhvern daginn fær hún kannski að fylgja með heim og reyna að standa undir vætningum. Nú veit ég ekki hvort sagan sé sönn en ég las einhvers staðar að einfaldi eftirrétturinn Gino komi upphaflega frá Pa&Co og það kæmi mér ekki á óvart ef satt reynist. Ótrólega einfaldur og brjálæðislega góður!“

Gino

uppskrift fyrir 4-5

  • 2 bananar
  • 4 kíví
  • 500 g jarðaber
  • 150 g hvítt súkkulaði

Meðlæti:

  • vanilluís eða rjómi

Hitið ofninn í 220°. Afhýðið banana og kíví og skerið í sneiðar. Skerið jarðaberin í sneiðar. Leggið ávextina í eldfast mót. Rífið súkkulaðið og stráið yfir. Gratínerið í ofninum í 4-5 mínútur eða þar til súkkulaðið hefur fengið stökka húð.

Berið strax fram með vanilluís eða rjóma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert