Skotheld uppskrift að Chilimajó!

Chilimajónes geymist vel í kæli.
Chilimajónes geymist vel í kæli. mbl.is/Hanna Þóra

Það heitasta á borðum landsmanna þessi dægrin er chilimajó. Fyrir þá sem koma af fjöllum er um að ræða majónes sem búið er að bæta chili og alls kyns góðgæti saman við svo úr verður ein albesta sósa norðan Alpafjalla. 

Hér fáum við uppskrift frá Hönnu Þóru sem er algjör negla. Sjálf segir Hanna Þóra að best sé að kaupa ferskt chili, hengja það út í glugga og láta það þorna aðeins. 

Matarblogg Hönnu Þóru.

Skotheld uppskrift að Chilimajó!

  • 2 – 3 þurrkuð chili
  • 2 – 3 dl vatn
  • 1 msk olía
  • 1 – 2 tsk paprikuduft
  • 1 tsk tómatpúrra
  • ögn af cayennepipar
  • 2 dl majones
  • 1 dl sýrður rjómi
  • ½ – 1 tsk oreganó
  • salt
Aðferð:
  1. Chili sett á heita pönnu – látið vera þar í 3 – 4 mínútur og snúið við reglulega
  2. Vatni hellt yfir og látið sjóða í 5 – 6 mínútur undir loki
  3. Chili tekið upp úr og látið kólna. Ekki henda vatninu – það má nota í pottrétti eða sósur
  4. Stilkar teknir af og chili fræhreinsuð – söxuð eða sett í matvinnsluvél
  5. Olíu, paprikudufti, tómatpúrru og cayennepipar blandað saman við chilimaukið
  6. Majonesi og sýrðum rjóma bætt við smám saman
  7. Kryddað með oreganó og salti

Geymsla: Geymist mjög vel í kæli.

Hér er búið mauka chili-ið rækilega.
Hér er búið mauka chili-ið rækilega. mbl.is/Hanna Þóra
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert