Suðræn veisla fyrir partýið

mbl.is/Bjargey Ingólfsdóttir

Þegar halda á almennilega veislu er eins gott að hafa hana suðræna og sjóðheita. Hér gefur að líta Mexíkó-veislu eins og þær gerast bestar.

Það er Bjargey Ingólfsdóttir sem heldur úti blogginu Bjargey & co sem á heiðurinn að þessari veislu og hún er stútfull af girnilegum uppskriftum.

Snappið hennar Bjargeyjar er bjargeyogco og bloggið hennar er Bjargey & Co

Snapchat: bjargeyogco

mbl.is/Bjargey Ingólfsdóttir

Spicy kjúklinga Quesadilla

 • Kjúkling
 • Tortillur
 • Fajitas krydd
 • Chilli pepper krydd
 • Rjómaost
 • Púrrulauk
 • Cheddar ost

Steikið niðurskorinn kjúklinginn á pönnu og kryddið með fajitas og chilli pepper kryddi, magn eftir smekk. Smyrjið rjómaosti á tvær tortillur og setjið kjúklinginn ásamt niðurskornum púrrulauk og cheddar osti á milli. Setjið meiri cheddar ost á toppinn og bakið þær í ofni við 170 gr. þar til tortillurnar hafa hitnað í gegn og osturinn hefur brúnast. Skerið þær svo í passlegar sneiðar með pizzahníf þegar þær koma úr ofninum.

mbl.is/Bjargey Ingólfsdóttir

Það er hrikalega gott að dýfa Quesadillunum í Guacamole og hér er uppskrift af sjúklega góðu Guacamole sem slær alltaf í gegn!

 • 2 stór þroskuð avócado
 • 1 hvítlauksrif
 • 1/2 rauðlaukur
 • Skvetta af safa úr lime
 • Smátt skorinn koríander
 • Salt og pipar

Blandið öllu saman og maukið með töfrasprota!

Suðræn og sjóðheit veisla.
Suðræn og sjóðheit veisla. mbl.is/Bjargey Ingólfsdóttir

Síðan er svakalega gott að hafa Súper Nachos með, en það er svakalega einfalt að útbúa. Setjið nachos flögur í eldfast mót, setjið eldaðan kjúking í bitum útá, niðurskorinn mexíkó ost, papriku, chedddar ost og örlítið chilli eða jalapenos – allt eftir smekk hvers og eins og hitið í ofn þar til osturinn er bráðinn.

Ferskt Salsa er nauðsynlegt með þessum sjúklega góðu Súper Nachos……

Uppskrift af fersku Salsa:

 • 4 stórir tómatar
 • 1/2 rauðlaukur
 • steinselja
 • kóríander
 • safi úr lime
 • sjávarsalt

Saxið tómatana, rauðlaukinn og kryddjurtirnar. Blandið saman og setjið örlítið sjávarsalt og skvettu af safa úr lime út á!

Nautahakks Mexíkó Ouesadillas:

Í uppskriftina þarftu:

 • Tortillas
 • Nautahakk
 • Salsasósu
 • Taco krydd
 • Mexíkó ost
 • Rauða papriku
 • Rauðlauk
 • Cheddar ost

Steikið hakkið á pönnu og kryddið með Taco kryddi. Hellið salsa sósu útá hakkið og setjið á tortillur. Setjið ostinn, paprikuna og rauðlaukinn með og lokið. Setjið Cheddar ost yfir og bakið í ofni við 170 gráður þar til osturinn er bráðinn.

mbl.is/Bjargey Ingólfsdóttir
mbl.is