Le Kock tekur yfir Apotekið

mbl.is/Apotek

Apotekið hefur verið duglegt við að bjóða upp á skemmtilega Pop Up-viðburði á árinu í samstarfi við bæði matreiðslumenn og önnur veitingahús. Hafa þessir viðburðir mælst gríðarlega vel fyrir og nú er von á góðu því strákarnir í Le Kock ætla að hafa Pop Up í hádeginu á Apotekinu frá fimmtudegi til laugardags í þessari viku. 

<div></div><div><span>Þeir Karl Óskar Smárason, Markús Ingi Guðnason og Knútur Hreiðarsson, forsprakkar Le Kock, í samstarfi við matreiðslumenn Apoteksins bjóða upp á fjóra hrikalega spennandi hádegisrétti sem verða á seðlinum þegar Le Kock verður opnaður í miðbænum seinna á árinu. </span></div><div></div><div><span>Þetta er klárlega eitthvað sem sannir matgæðingar láta svo sannarlega ekki framhjá sér fara. </span>Frekari upplýsingar um Pop Up-seðilinn má finna inni á heimasíðu <a href="http://apotekrestaurant.is/le-kock-pop-up/" target="_blank">Apóteksins</a>. </div><div>

<strong>RÉTTIR</strong>

<strong>„Spicy” Kock súpa 1.590 kr. </strong><br/> - reykt ýsa, grasker, tómatar, kartöflur og skelfiskur

<strong>Tilboð síðustu aldar 2.900 kr. </strong><br/> - ostborgari og grískar franskar

<strong>Kóreskar franskar 1.000 kr. </strong><br/>- pikklað chilli, kock-sósa, vorlaukur

<strong>„Philly cheese steak” samloka 2.900 kr. </strong><br/>- kartöfluhleifur, rib eye, jalapeno pikkles, súrar gúrkur og reyktur ostur

</div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert