„Ef það væri boðið upp á einn pastarétt í himnaríki, þá væri þetta hann“

Grillfeðurnir fullyrða að þetta sé besta pasta í heimi.
Grillfeðurnir fullyrða að þetta sé besta pasta í heimi. mbl.is/Grillfeðurnir

Hinir sí-svölu Grillfeður eru hér með uppskrift að klassískum rétt sem þeir fullyrða að sé með því besta sem hægt er að bjóða upp á. Þeir ganga meira að segja svo langt að fullyrða að „ef það væri boðið upp á einn pastarétt í himnaríki, þá væri þetta hann.“

Við tökum orð þeirra trúanleg enda efast sjálfsagt fáir þegar Grillfeðurinir hafa eitthvað um málið að segja. Auðvitað má steikja kjúklinginn með hefðbundnum hætti en feðurnir mæla þó sterklega með að hann sé grillaður og blakkeraður með þeirra eigin kryddblöndu. 

Blakkeraður kjúklingur í Alfredo sósu

Kryddblanda

  • 1 tsk paprika
  • 1/4 tsk salt
  • 1/4 tsk cayenne pipar
  • 1/2 tsk mulið cumin
  • 1/2 timían
  • 1/4 tsk hvítur pipar
  • 1/4 tsk laukduft

Blandið kryddunum saman og kryddið kjúklinginn. Setjið hann á 190°C heitt grillið beint yfir kolin eða brennara, látið hann brenna smá og snúið þá við. Þegar hann er orðinn dökkur, færið þá yfir í óbeinan hita þar til kjarnhiti hefur náð um 72°C.

<br/><br/><strong>Alfredo sósa</strong> <ul> <li>1/2 l rjómi</li> <li>120 gr smjör</li> <li>120 gr rjómaostur</li> <li>1 tsk ferskur hvítlaukur (rifinn eða pressaður)</li> <li>1 tsk hvítlauksduft</li> <li>1 tsk ítölsk kryddblanda</li> <li>1/4 tsk salt</li> <li>1/4 tsk pipar</li> <li>1 góður bolli rifinn parmesan (má bæta í fyrir aukið bragð)</li> </ul>

Bræðið smjörið í rjómanum á vægum hita ásamt rjómaostinum. Bætið þá út í hvítlauknum og kryddum ásamt salt og pipar, hrærið vel saman og bætið að lokum parmesan ostinum út í, hitið að suðu og hrærið þar til hann er bráðnaður og sósan er farin að þykkjast.

<br/><br/>

Gott er að bera þetta fram með tagliatelle, fylltu ravioli eða pasta að eigin óskum. Saxið niður kóríander og parmesan, stráið yfir kjúklinginn og berið fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert