Hvað er æskilegt að þrífa árlega?

Þessi mynd segir allt sem segja þarf. Það er gott …
Þessi mynd segir allt sem segja þarf. Það er gott að þrífa.

Við erum ofsalega hrifnar af því hér á Matarvefnum að koma skipulagi á hreingerninguna. Hvernig á maður annars að hafa fínt heima hjá sér ef það er bara allt í óskipulagi og almennri kaótík? 

Hér gefur að líta hvað ber að þrífa einu sinni á ári (hið minnsta). Hér eru atriði sem eiga það til að gleymast en til að tapa sér ekki í kaótík og rugli er nauðsynlegt að þrífa þessa hluti að minnsta kosti árlega. 

Teppi og mottur: Teppi og mottur þarf að ryksuga eða dusta reglulega um leið og gólfin eru þrifin, en einu sinni á ári er nauðsynlegt að hreinsa þau með teppasápu til að ná burtu óhreinindum og sýklum. Munið að snúa mottum reglulega til að jafna slitflötinn. Erfitt getur reynst að þrífa mottur en þá er sem betur fer hægt að fara með þær í sérstaka mottuhreinsun. 

Húsgögn: Húsgögnin þarf að taka í gegn af og til svo þau líti vel og glæsilega út. Aðferðin fer að sjálfsögðu eftir gerð húsgagnanna; viður, leður, tauáklæði þarf hvert sína meðferð og góð ráð má víða finna á netinu eða hjá söluaðilum.

Sængur og koddar: Gott er að þvo sængina sína og koddann einu sinni á ári en þá þarf að fylgja vel leiðbeiningum á merkimiðum.

Bak við heimilistækin: Ryk og skítur safnast saman þar sem síst skyldi. Eins og bak við ísskápinn eða bakarofninn. Ef allt er skrúfað fast er lítið hægt að gera við því en ef svo er ekki skyldi ávallt þrífa þar á bak við einu sinni á ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert