Er sumardrykkurinn í ár engifer mojitó?

Það er sérlega sjarmerandi að vera með sumardrykk í karöflu …
Það er sérlega sjarmerandi að vera með sumardrykk í karöflu eða könnu. mbl.is/Íris Ann Sigurðardóttir

Hér gefur að líta mojito sem er örlítið óvenjulegur þar sem hann er með engiferbragði. En góður er hann og rífur vel í. Eiginlega er hann bara fullkominn þar sem sítrónan, mintan og allt hitt gúmmilaðið tónar svo vel saman. Hér er mögulega kominn sumardrykkurinn í ár. 

Engifer mojito sem tryllir partýið

Athugið að uppskriftin miðast við einn drykk. Gott er að margfalda með 6-8 ef setja á í könnu. Drykkurinn er jafngóður ef ekki betri óáfengur. 

 • 5 mintulauf
 • 2 sneiðar lime
 • 30 ml engifersíróp
 • klaki
 • 60 ml romm
 • 90 ml sódavatn
 • fersk minta - skreyting
 • limesneiðar - skreyting
Engifersíróp
 • 50 g ferskt engiferð, skrælt og saxað
 • 200 g sykur
 • 450 ml vatn

Aðferð:

Setjið engifer, sykur og vatn í pott og látið suðuna koma upp. Lækkið undir og látið malla í 10 mín eða svo. Sigtið og látið kólna. 

Setjið mintu og lime í glas. Setjið 30 ml af sírópi saman við. Bætið við örðu lime og rommi og merjið vel saman. Bætið klaka saman við og toppið með sódavatni. Hrærið drykinn upp og skreytið. Njótið vel. 

Hver elskar ekki ferskan mojito?
Hver elskar ekki ferskan mojito? mbl.is/Íris Ann Sigurðardóttir
mbl.is