Hraunbita-nammikökur sem trylla lýðinn

Það er fátt betra en brakandi ferskt hraun og því er Matarvefurinn afskaplega stoltur af þessari tímamótauppskrift af hraunbita-nammiköku. 

Kakan er snareinföld enda hægt að henda henni saman í einum grænum. Við viljum meina að þetta sé lekkera leiðin til að bera fram sælgæti á veisluborðið. 

Njótið vel!

Hraunbita-nammikökur  

25 stk.

  • 250 g döðlur, saxaðar 
  • 120 g smjör
  • 40 g púður­syk­ur
  • 2 msk. kakó
  • 150 g hraunbitar frá Góu, saxaðir
  • ½ poki lakkrísreimar, skornar í litla bita
  • 200 g súkkulaði

Aðferð:

Bræðið smjör í potti og bætið döðlum út í. Sjóðið saman í 4-5 mín. Bætið púðursykri og kakó í og hitið saman við þangað til döðlurn­ar eru orðnar mjúk­ar. 
Blandið hraunbitum og lakk­rís sam­an við og þjappið í form 20x20 cm stórt. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Hellið því ofan á og kælið allt saman í um það bil 30 mín­út­ur.
Skerið í litla bita, berið fram t.d. með bláberjum og myntu og dustið kakó yfir og njótið.

Dásamlega girnilegar hraunbita-nammikökur.
Dásamlega girnilegar hraunbita-nammikökur. mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert