Dillon og Omnom leiða saman hesta sína

Súkkulaðimeistari Omnom að störfum en hér er verið að laga …
Súkkulaðimeistari Omnom að störfum en hér er verið að laga Black ´n´ Burnt Barley súkkulaðið. mbl.is/Federico Remondi - Omnom

Það heyrir til tíðinda þegar nýjar víddir í bragðupplifun standa til boða en það er einmitt tilfellið á morgun, laugardaginn 19. maí, þegar Dillon Whiskey bar og Omnom leiða saman hesta sína og blása til viskí og súkkulaði pörunar á efri hæð Dillon, Laugavegi 30.

Undirbúningur að verkefninu hefur staðið í nokkra mánuði og hefur humyndum verið kastað á milli og smakkanir átt sér stað. Fyrsta skrefið var svo stigið þegar Dillon mætti á kynningu á nýjasta súkkulaðistykki Omnom, Black n' Burnt Barley í byrjun mánaðarins. Þar var fólki boðið að smakka viskí með súkkulaðinu og mæltist það mjög vel fyrir.

„Við hjá Dillon og Omnom teljum viskí og súkkulaði vera tvíeyki sem hljóti að eiga sér uppruna á æðri stöðum, hverjir sem þeir kunna að vera, og það er ótrúlegt hvaða bragðtónar birtast þegar þess er neytt saman. þess vegna vonum við að fólk sjái sér fært að mæta og fara með okkur í þessa ævintýraferð fyrir bragðlaukana,“ sagði Hjalti Stefán Kristjánsson, rekstrarstjóri Dillon um viðburðinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert