Ostatjúttarar sem trylla partýið

Níundi áratugurinn öskrar á okkur með sínum rækju- og ananasréttum, arómati og örbylgjuréttum. Við elskum þetta stórkostlega tímabili í íslenskri matarsögu og ætlum á næstunni að birta nokkrar verðlaunauppskriftir sem sumir eiga kannski eftir að hlæja að á meðan aðrir stynja af söknuði og gleði. 

Og viti menn... hér í höfuðstöðvum Árvakurs hef ég farið um og borið uppskriftirnar undir samstarfsfólk mitt og flestir muna eftir þessum perlum og sumir gæða sér enn á þeim.

Þessi sjóðheita uppskrift ætti að slá í gegn í hvaða veislu sem er og við segjum bara: Njótið vel!

Ostatjúttarar

30-40 stk.

  • 500 g smjördeig
  • 150 g óðalsostur, rifinn
  • 2-3 msk. Dijon-sinnep
  • 150 g skinka
  • 10-12 ólífur
  • 1 egg
  • sesamfræ

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 250 gráður. Fletjið smjördegið út, u.þ.b. 5 mm þykkt. 
  2. Smyrjið sinnepinu jafnt yfir deigið. 
  3. Saxið skinkuna og stráið yfir sinnepið. Saxið ólífurnar og dreifið þeim yfir og að síðustu ostinum. 
  4. Rúllið deiginu þétt upp í lengju og skerið hana í 1 sm þykkar sneiðar.
  5. Leggið sneiðarnar á bökunarplötu klædda bökunarpappír. 
  6. Látið sárið sem sneri frá hnífnum snúa upp. 
  7. Penslið með eggi og stráið sesamfræjum yfir. 
  8. Bakið í 10-15 mínútur ofarlega í ofninum. 

Heimild: Bestu Uppskriftirnar 1989 – Osta- & smjörsalan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert