Mögnuð sjávarréttasúpa sem er stútfull af góðgæti

Sjávarréttasúpa sem slær í gegn.
Sjávarréttasúpa sem slær í gegn. Ljósmynd: Food52 - Mark Weinberg

Galdurinn við þessa dásemdar uppskrift hér að neðan er chorizo pylsan. Bæði gefur hún skemmtilegt bragð sem kallast á við hófstemmdara bragð sjávarfangsins en svo gefur hún líka frá sér lit sem fer súpunni ákaflega vel. 

Það er í rauninni alveg sama hvaða sjávarfang er notað í upprskriftina svo lengi sem það er hvítt. Hér má því alveg gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. Njóttu vel því fátt er betra á fallegum degi en dásamlega vel heppnuð sjávarréttasúpa.

Mögnuð sjávarréttasúpa sem er stútfull af góðgæti

(handa fjórum)

 • 1 tsk smjör
 • 1 msk ólífuolía
 • 60 g spænsk kryddpylsa
 • 1 laukur, smátt saxaður
 • 1 tsk reykt paprika
 • 1 blað lárviðarlauf
 • 2 greinar ferskt timjan
 • 1 stór kartafla, skorin í litla teninga
 • 3-3 ½ bolli sjávarfang
 • 1 tsk salt
 • ½ tsk nýmalaður svartur pipar
 • 1/2 bolli smátt skorið chilí roasted red peppers (ekki alveg viss - spyrja kokkinn)
 • ½ kg fiskur (t.d. þorskflak, ýsa, lúða)
 • ½ - 1 bolli rjómi
 • 2 tsk graslaukur (til skrauts)

AÐFERÐ: 

 1. Hitið smjör og olíu á stórri pönnu, steikið pylsuna og eldið þar til hún er orðin stökk. Færið hana yfir á eldhúspappír og látið fituna renna ef henni.
 2. Látið saxaðan laukinn mýkjast við lágan hita í olíu á pönnu. Bætið út í papriku, lárviðarlaufi og kartöflum. Bindið timjangreinarnar saman, látið út í og festið endann á bandinu við pönnuskaftið. Gæði þess að vökvi sé nægur til að hylja karflubitana. Lækkið hitann og látið malla þar til kartöflurnar eru mjúkar, u.þ.b. 10-15 mín. Saltið og piprið eftir smekk og bætið smátt skornu chilí út í.
 3. Leggið fiskiflakið í heilu lagi ofan á og látið sjóða þar til auðvelt er að skera fiskinn í bita (4-6 mín). Þegar fiskurinn er eldaður má fjarlægja lárviðarlaufið og timjangreinarnar og bæta út í rjóma eftir smekk.
 4. Ausið réttinum í skálar og dreifið yfir pylsubitunum og söxuðum graslauk.

Uppskrift: Food52

mbl.is