Druslupasta Nigellu

Þessa mynd birti Nigella með uppskriftinni.
Þessa mynd birti Nigella með uppskriftinni. Ljósmynd: Nigella/Liz Parsons

Áður en þið takið andköf af hneykslan og hryllingi ber að útskýra þessa fyrirsögn en hún er komin frá Nigellu sjálfri.

Birti hún þessa uppskrift af hinu klassíska pasta alla puttanesca og það þarf ekkert að flækja þýðinguna neitt meira. Sjálf birti Nigella uppskriftina á ensku og skýrði hana slut´s spaghetti og bætti því við að hún hefði ekki staðist freystinguna. 

En nóg um nafnið og þýðinguna á því og vindum okkur beint í uppskriftina. 

Druslupasta Nigellu
Fyrir 4-6
  • 3 msk ólífuolía
  • 8 ansjósur, skolaðar og fínt saxaðar
  • 2 hvítlauksgeirar, skrældir og fínt saxaðir eða rifnir niður
  • ½ tsk chili flögur
  • 500 g spaghetti
  • 400 g dós af tómötum í bitum
  • 150 g svartar ólífur, saxaðar og gróft skornar
  • 2 msk capers
  • 3 msk fersk steinselja, söxuð
  • salt
  • pipar
AÐFERÐ:
 1. Setjið vatn í pott og látið suðuna koma upp.
 2. Setjið olíu á stóra pönnu og hafið á miðlungshita.
 3. Setjið fínt söxuðu ansjósurnar á pönnuna og steikið í þrár mínútur. Notið viðarsleif til að hálf merja ansjósurnar á pönnuna þar til þær eru nánast eins og „bráðnaðar“. Bætið þá við hvítlau og chili flögum og eldið í mínútu til viðbótar.
 4. Á þessu stigi málsins er ábyggilega réttur tími til að salta pastavatnið og setja spaghetti-ið út í pottinn og sjóða samkvæmt leiðbeiningum. 
 5. Aftur að sósunni; bætið við tómötunum, ólífunu og kapers. Hrærið í og látið malla í 10 mínútur eða svo. Á þeim tíma ætti sósan að hafa þykknað nokkuð. Saltið og piprið eftir smekk. 
 6. Rétt áður en pastað er soðið skal taka lítinn bolla af soði til hliðar. Þegar pastað er soðið skal hella vökvanum af og setja pasta út í sósuna. Bætið soðinu saman við ef þurfa þykið. Stráið saxaðri steinselju yfir og berið fram á ögrandi hátt... helst með filterslausa sígarettu á milli rauðmálaðra varanna (þetta kemur beint frá Nigellu!!!)
mbl.is