Leynist gersemi í þínu eldhúsi?

Bjart og ákaflega fagurt eldhús.
Bjart og ákaflega fagurt eldhús. Ljósmynd: Kvarteret Makleri

Flestir kannast við svona eldhúsinnréttingu þegar að er gáð. Til siðs hefur verið að rífa gamla dótið út og skella inn glænýju eldhúsi sem oft rúmast ekki jafn-vel inni í rýminu og þessar innréttingar gerðu. 

Séu þær heilar á annað borð má vel gera þær upp og hér gefur að líta einstaklega vel heppnaða útgáfu af þess háttar yfirhalningu á sænskri fasteignasölu – hvorki meira né minna. 

Eldhúsið er að finna í 35 fermetra íbúð sem er sérlega skandinavískt og sérlega fallegt. Við elskum hvernig innréttingin er máluð og hvernig flísarnar koma út. 

Æðisleg lausn og vonandi hugsa einhverjir sig um áður en þeir henda út gamla gullinu.

Þetta eldhús gæti vel verið hér á landi.
Þetta eldhús gæti vel verið hér á landi. Ljósmynd: Kvarteret Makleri
Útdraganlegt bretti sem hægt er að leggja hluti á.
Útdraganlegt bretti sem hægt er að leggja hluti á. Ljósmynd: Kvarteret Makleri
Borðkrókurinn er ákaflega snotur.
Borðkrókurinn er ákaflega snotur. Ljósmynd: Kvarteret Makleri
Gamli góði stálbekkurinn er alltaf svalur.
Gamli góði stálbekkurinn er alltaf svalur. Ljósmynd: Kvarteret Makleri
Innbyggður búrskápur.
Innbyggður búrskápur. Ljósmynd: Kvarteret Makleri
Fleiri innbyggðir skápar sem nýtast sérlega vel.
Fleiri innbyggðir skápar sem nýtast sérlega vel. Ljósmynd: Kvarteret Makleri
Huggulegt.
Huggulegt. Ljósmynd: Kvarteret Makleri
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert