Lilja Katrín bakaði sjóðheita pírataköku

Fínasta kaka...
Fínasta kaka... mbl.is/Lilja Katrín

Ef það er einhverntíman tilefni til að skella í góða kosningaköku þá er það í dag. Lilja Katrín Gunnarsdóttir, bökunarmeistari með meiru, bakaði þessa dýrindis hnallþóru fyrir pírata til að þakka þeim veitta aðstoð. Kökunni var að sjálfsögðu vel tekið en það verður að segjast eins og er að hún er frekar flott...

Pítratakaka Lilju Katrínar

BINGÓKÚLUSÓSA - HRÁEFNI

  • 150 g Bingókúlur (1 poki) 
  • 1/2 bolli rjómi

BINGÓKÚLUSÓSA - AÐFERÐ:

  1. Setjið Bingókúlur og rjóma í pott og bræðið yfir vægum hita. Fylgist með blöndunni og hrærið reglulega í henni. Takið pottinn af hellunni þegar allt er bráðnað saman og leyfið sósunni að kólna alveg.
KÖKUBOTNAR - HRÁEFNI:
  • 4 stór egg 
  • 2 bollar sykur 
  • 2 bollar KORNAX hveiti 
  • 2 tsk lyftiduft 
  • 1/2 tsk sjávarsalt 
  • 1 bolli nýmjólk 
  • 8 msk smjör 
  • 1 msk vanilludropar

KÖKUBOTNAR - AÐFERÐ:

  1. Hitið ofninn í 175°C og klæðið tvö hringlaga form, sirka 18 sentímetra stór, með smjörpappír.
  2. Byrjið á því að þeyta eggin vel þar til þau þeyta. Hellið síðan sykrinum varlega saman við í mjórri bunu og þeytið þar til blandan minnir á búðing, eða í um 5 til 7 mínútur.
  3. Blandið síðan hveiti, lyftidufti og sjávarsalti vel saman við.
  4. Setjið mjólk og smjör í skál sem þolir örbylgjuofn og hitið þar til smjörið er bráðnað.
  5. Nú þarf að eins að tempra þannig að sirka einn bolli af deiginu er hrærður saman við heita mjólkina. Síðan er því hellt saman við restina af deiginu og hrært vel saman. Að lokum er vanilludropum blandað saman við.
  6. Deilið deiginu á milli formanna tveggja og bakið í tuttugu mínútur. Lækkið síðan hitann í 160°C og bakið í tíu mínútur til viðbótar, en fylgist vel með botnunum svo þeir brenni ekki.
  7. Leyfið botnunum að kólna áður en sósan og kremið er sett á.

KREM - HRÁEFI:

  • 200g mjúkt smjör 
  • 400g flórsykur 
  • 100g hvítt súkkulaði (brætt) 
  • 1 tsk vanilludropar

KREM - AÐFERÐ:

  1. Þeytið smjörið í 3-5 mínútur og bætið síðan restinni af hráefnunum saman við og þeytið vel. 
  2. Svona set ég kökuna saman: Smyrjið nokkrum matskeiðum af Bingókúlusósunni ofan á annan botninn. Setjið síðan krem á hann og hinn botninn ofan á. Hyljið kökuna með hvíta kreminu. Setjið síðan bingókúlusósuna í sprautu með mjóum stút og byrjið á því að sprauta sósunni á kantana og leyfa henni að leka niður hér og þar. Síðan hyljið þið toppinn á kökunni með sósunni. Og skreytið að vild!
Legó-kallarnir eru rosalegir.
Legó-kallarnir eru rosalegir. mbl.is/Lilja Katrín
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert