Sushi-kleinuhringur

Sushi-kleinuhringurinn er engin smásmíði og vegur hvorki meira en minna …
Sushi-kleinuhringurinn er engin smásmíði og vegur hvorki meira en minna en 7,2 kíló og í hann fóru tæp 3 kíló af hrísgrjónum. mbl.is/HellthyJunkfood

Það er ekki öll vitleysan eins. Veitingastaðurinn Wave Asian Bistro & Sushi og vefsíðan Hellthy Junkfood tóku sig saman um að skapa risavaxinn sushi-kleinuhring á dögunum. Kleinuhringurinn er engin smásmíði og vegur hvorki meira en minna en 7,2 kíló og í hann fóru tæp 3 kíló af hrísgrjónum sem troðið var í veglegt kleinuhringjamót. Þar ofan á kom Ahi-túnfiskur, krabbakjöt, lax, gúrka, lárpera og sjávarþari meðal annars.

Fyrir þá sem langar að bjóða upp á eitthvað skemmtilega öðruvísi í næsta samkvæmi er spurning um að henda í einn sushi-kleinuhring, má sjá hvernig farið var að í myndbandinu hér að neðan. Við mælum þó með því að eiga nóg til af sojasósu og wasabi fyrir slíka veislu.

mbl.is