Litaglöð eldhús

Bleikur og grænn er litasamsetning sem klikkar sjaldan og gylltar …
Bleikur og grænn er litasamsetning sem klikkar sjaldan og gylltar höldur setja punktinn yfir i-ið. mbl.is/GisbertPoeppler

Svört, hvít og stílhrein eldhús hafa haldið velli síðustu ár, með dass af gráu og slettu af kopar hjá þeim sem lifa á ystu nöf. Við viljum hinsvegar meina að litir séu bráðnauðsynlegir fyrir sálartetrið og kunnum því vel að meta eldhús þar sem litagleðin fær að njóta sín og persónuleikinn skín í gegn. Við tókum því saman nokkur eldhús sem eru hvert öðru litfegurra og ættu öll að lífga upp á gráan hversdagsleikann.

Litrík áhöld og eldhústól dugar oft til að færa smá …
Litrík áhöld og eldhústól dugar oft til að færa smá lit inn í annars grámyglulegt rými. Svo má alltaf mála gólfið í regnbogalitum, það er í meira lagi hressandi. mbl.is/awwsam
Hér er horft úr fallega blárri borðstofu inn í fagurbleikt …
Hér er horft úr fallega blárri borðstofu inn í fagurbleikt eldhús. Grænu loftljósin sanna eina ferðina enn hversu vel bleikur og grænn fer saman, svona ef einhver var í vafa með það. mbl.is/yatzer
Bleiki liturinn er notaður hér í mismunandi tónum sem kallast …
Bleiki liturinn er notaður hér í mismunandi tónum sem kallast skemmtilega á, svo er gaman að sjá eina skáphurð málaða bláa. mbl.is/ApartmentTherapy
Það er alltaf eitthvað sjarmerandi við að sjá eldhússtóla úr …
Það er alltaf eitthvað sjarmerandi við að sjá eldhússtóla úr sitt hvorri áttinni, hvað þá þegar þeir eru líka í mismunandi litum. Það bara hlýtur að vera gaman að drekka kaffibolla hér. mbl.is/pinterest
Þetta eldhús er litríkt í meira lagi. Ef vel er …
Þetta eldhús er litríkt í meira lagi. Ef vel er að gáð má sjá að skáphurðirnar hafa verið teipaðar með Washi-límbandi í mismunandi litum. Það er fyrirtaks lausn fyrir þá sem langar að breyta til en þora ekki að mála. mbl.is/StudioMucci
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert