Fitness fiskur Gordon Ramsay

Fullkominn mánudagsfiskur að hætti Gordon Ramsay.
Fullkominn mánudagsfiskur að hætti Gordon Ramsay. mbl.is/Gordon Ramsay´s Ultimate Fit Food

Gordon Ramsay er enginn aukvisi þegar kemur að því að elda góðan mat og þessi uppskrift kemur úr bókinni Gordon Ramsay´s Ultimate Fit Food sem inniheldur bara fitness uppskriftir - eða hollustu uppskriftir ef þið viljið frekar kalla það því nafni. 

Þessi fiskréttur er algjört sælgæti - þið vara verðið að prófa. 

Fitness fiskur Gordon Ramsay

  • ½ msk matarolía – til steikingar
  • 2 laukar, skornir í fínar sneiðar
  • 2 tsk sinnepsfræ
  • 1 tsk túrmerik
  • 1 tsk cumin (broddkúmen)
  • 3 cm ferskt engifer, skrælt og rifið
  • 1-2 chili, fræhreinsað og fínt saxað
  • 1 dós kókosmjólk, fituskert
  • 1-2 msk tamarind mauk
  • 1 eggaldin, skorið í munnbita
  • 2 gulrætur, skornar í munnbita
  • 200 g grænar baunir (í belg), skornar í tvennt
  • 600 g hvítur fiskur sjávarsalt og ferskur pipar

AÐFERÐ

  1. Takið lágan stóran pott eða djúpa pönnu og setjið á miðlungs hita. Hellið olíunni á pönnuna.
  2. Þegar pannan er orði heit skal setja laukinn á pönnuna ásamt salti og steikja í 8-10 mínútur eða þar til hann er orðinn mjúkur í gegn.
  3. Bætið kryddunum við og haldið áfram að elda í mínútu til viðbótar eða þar til ilmurinn er kominn. Þá skal bæta engifer og chili saman við og hræra reglulega í mínútu.
  4. Hellið kókosmjólkinni, tamarind maukinu og 400 ml af vatni saman við. Kryddið með salti og pipar, hrærið vel og látið suðuna koma upp.
  5. Þegar sósan er farin að sjóða skal bæta eggaldin saman við og elda í 5 mínútur til viðbótar, þá skal setja gulræturnar saman við og sjóða í 5-10 mínúturnar eða þar til gulræturnar eru orðnar mjúkar og sósan er farin að þykkna.
  6. Bætið grænu baununum við og eldið í 3 mínútur viðbótar og að síðustu skal bæta fiskinum saman við.
  7. Hrærið vel þannig að fiskurinn hjúpist vel með sósunni og látið svo malla í 3-4 mínútur eða þar til fiskurinn er orðinn eldaður.
  8. Kryddið til eftir smekk og berið fram með brúnum hrísgrjónum. Ekki er verra að strá kókosflögum yfir réttinn áður en hann er borðaður.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert