Sjúklegt humarsalat úr Hafnarfirði

Humarsalatið á Krydd.
Humarsalatið á Krydd. Ásdís Ásgeirsdóttir

Það er fátt sem litar tilveruna meira en gott humarsalat. Þetta er ein af þessum staðreyndum sem þarf ekkert að deila um og allir eru sammála (eða flestir). Við erum algjörlega að elska þessa uppskrift enda kennir ýmissa grasa; allt frá appelsínum upp í soya og sesam.

Skemmtileg bragðsamsetning sem hentar við hvaða tækifæri sem er en salatið kemur úr smiðju veitngastaðarins Krydd sem opnaði á dögunum í Hafnarhúsinu í Hafnarfirði. 

Sjúklegt humarsalat úr Hafnarfirði 

Fyrir 4

 • 25 humarhalar
 • 800 g blandað salat
 • 1 appelsína
 • 50 g sojasósa
 • 1 msk. dijon-sinnep
 • pekanhnetur, saltaðar
 • chilli-majónes (fæst í búðum)
 • 3-4 msk. ristuð sesamfræ
AÐFERÐ:
 1. Steikið humar á pönnu í 2 mínútur á hvorri hlið, eða þar til hann er eldaður í gegn, gott er að setja örlítinn hvítlauk á pönnuna til að gefa smá hvítlaukskeim.
 2. Blandið saman sojasósu og dijon-sinnepi og notið sem dressingu á salatið, en athugið að nota ekki alla dressinguna strax því að hún er mjög sölt þannig að betra er að setja lítið á salatið og bæta svo frekar við.
 3. Appelsínan er skræld og skorin í bita.
 4. Salatið er sett í skál og blandað saman við chilli-majonesið, en ekki má hræra of harkalega því þá getur salatið marist. Fyrir hvern skammt af salati er notuð ein matskeið af chilli-majónesinu. Setjið svo humarhalana ofan á salatið og því næst appelsínubitana, pekanhneturnar og örlitla sojadressingu. Að lokum er stráð yfir ristuðum sesamfræjum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »