Heilgrillaður fiskur sem slær í gegn

mbl.is/Grillfeðurnir

Veiðin komin á fullt svo það er ekki seinna að vænna en að fara að heilgrilla fiska sumarsins.

Uppskriftin á vel við, sjóbirting, urriða, silung, lax og bleikju. Kryddið að innan með salti og sítrónupipar. Skerið niður sítrónu og setjið í kviðinn ásamt búnti af steinselju.

Skerið raufar í fiskinn beggja megin og setjið ferskar sítrónusneiðar skornar í hálft þar ofan í. Kryddið svo fiskinn að utan með kryddi að eigin vali.

Við mælum eindregið með spænskri kryddblöndu frá Prima, hana má líka nota til að krydda innan í kviðinn.

Grilltíminn fer vissulega eftir stærð á fiskinum. Snúið honum við eftir 8-12 mínútur og lítið mál er að sjá hvenær hann er tilbúinn bara með því að taka smá bita af honum og ganga úr skugga um að hann sé ekki lengur glær.

Ef þú átt þar tilgerðar fiskigrindur að þá er gott að nota þær svo hann festist síður við grillið. Besta meðlætið að okkar mati eru splunkunýtt kartöflusmælki með smjöri og salti.

mbl.is/Grillfeðurnir
mbl.is/Grillfeðurnir
mbl.is/Grillfeðurnir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert