Æðisleg bleikja á 15 mínútum

Sérlega sumarlegur og girnilegur réttur.
Sérlega sumarlegur og girnilegur réttur. mbl.is/Eva Laufey

Það er fátt sumarlegra og bragðbetra en þessi frábæri bleikjuréttur sem hér er matreiddur á pönnu en má að sjálfsögðu grilla líka ef svo ber við. 

Það er síðan mangósalsað sem setur punktinn yfir i-ið en það er bæði ferskt og fáránlega gott. 

Þessi uppskrift er úr smiðju Evu Laufeyjar og eins og aðdáendur hennar vita þá klikkar hún ekki. 

Heimasíðu Evu Laufeyjar er hægt að nálgast HÉR.

Æðisleg bleikja með mangósalsa

Fyrir 2  – 3

 • 2 bleikjuflök , beinhreinsuð
 • Salt og pipar
 • Ólífuolía
 • Smjör

Aðferð:

 1. Hitið olíu á pönnu, kryddið fiskinn með salti og pipar og leggið á pönnuna (roðið fyrst niður) Steikið þar til fiskurinn er hálfeldaður og roðið stökkt, snúið við og klárið eldunina í 2 – 3 mínútur.
 2. Setjið smjör út á pönnuna í lokin, og nóg af því!

Á meðan fiskurinn er á pönnunni er óhætt að útbúa meðlætið, spínat og mangósalsa!

Mangósalsa

 • 1 mangó
 • 2 tómatar
 • 1 stilkur vorlaukur
 • 1 lárpera
 • Handfylli kóríander
 • Salt og pipar
 • Góð ólífuolía
 • Safinn úr hálfri límónu

Aðferð:

 1. Skerið hráefnið mjög smátt og blandið öllu saman í skál, kreistið límónusafa og hellið olíunni yfir hráefnin og blandið öllu mjög vel saman.
 2. Skolið og þerrið spínat, leggið á fat og því næst fer heiti fiskurinn sem um leið mýkir spínatið og verður þar af leiðandi volgt og gott.
 3. Hellið síðan salsa yfir fiskinn og kreistið gjarnan safa úr límónu yfir réttinn í lokin.

VOILA!!

mbl.is