Ofnbakaður camembert

mbl.is/Kristinn Magnússon

Það er eitthvað við bráðinn ost sem gerir það að verkum að maður verður hálfær. Undanfarin misseri hefur landinn dundað sér við að finna upp ævintýralegar útfærslur af bráðnuðum camembert og flestar eru þær hreint stórkostlegar á bragðið. Hér gefur að líta sérlega spennandi útgáfu og ekki spillir fyrir hvað hún er fögur á að líta.

Ofnbakaður camembert

 • 1 camembert
 • örlítil klípa af timjan
 • örlítil klípa af þurrkuðu chillí
 • 1 msk. hunang
 • 1 fíkja
 • lúka brómber
 • lúka hindber
 • baguette

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.
 2. Setjið ostinn í fallegt fat og nuddið timjani og chillí á ostinn. Bakið hann inni í ofni í um það bil 20 mín. eða þangað til hann er orðinn alveg mjúkur að innan.
 3. Skerið baguettið í sneiðar og ristið sneiðarnar.
 4. Takið ostinn út úr ofninum, setjið hunangið ofan á hann, skerið fíkjuna í bita og raðið ofan á ostinn ásamt berjunum. Berið fram með brauðinu.
mbl.is