Svona lítur nýi Noma staðurinn út

Ljósmynd: Noma/Irina Boersma

Hinn þekkti veitingastaður Noma var opnaður í nýrri mynd á nýjum stað í Kaupmannahöfn fyrr á þessu ári. Gamalli byggingu sem áður hýsti hergögn var breytt í undirbúningseldhús og fleira. BIG, arkitektúrfyrirtæki Bjarkes Ingels, hannaði ellefu nýjar byggingar fyrir veitingastaðinn, prufueldhús og gróðurhús. Studio David Thulstrup sá um alla innanhússhönnun og eru allar innréttingar sérhannaðar fyrir veitingastaðinn. Efnisval einkennist af eikarvið, múrsteinum, stáli og steypu. Matreiðslumaðurinn René Redzepi kallar byggingarnar sjö sem veitingastaðurinn samanstendur af „þorpið“. Hver og ein bygging hefur ákveðinn tilgang; ein er til dæmis borðsalur, í annarri er hægt að slaka á og í þeirri þriðju er stórt matarborð fyrir einkaveislur.

Kokkarnir vinna í opnu eldhúsi og eru eyjurnar eikarklæddar í stað þess að vera úr stáli eins og svo oft tíðkast á svona stöðum. Terrazzo er á gólfum við eldhúsið.

David Thulstrup hannaði nýja stóla í samvinnu við Redzepi. Þeir skoðuðu fleiri en 50 stóla sem voru nú þegar á markaði en engir þeirra hentuðu. Útkoman þykir vera í anda sígildrar danskrar hönnunar en framleiðandi stólanna er Brdr. Krüger.

Ljósmynd: Noma/Irina Boersma
Ljósmynd: Noma/Irina Boersma
Ljósmynd: Noma/Irina Boersma
Ljósmynd: Noma/Irina Boersma
Ljósmynd: Noma/Irina Boersma
Ljósmynd: Noma/Irina Boersma
Ljósmynd: Noma/Irina Boersma
Ljósmynd: Noma/Irina Boersma
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert