Lambalæri eins og þú hefur aldrei bragðað það áður

Fátt er betra en gott lambalæri á sunnudegi sem þessum.
Fátt er betra en gott lambalæri á sunnudegi sem þessum. mbl.is/Bon Appetit

Það er fátt meira viðeigandi á sunnudegi en gott lambalæri sem mallar í ofninum á meðan fjölskyldumeðlimir býsnast yfir veðrinu. Þetta snýst nefnilega allt um stemninguna og góður matur getur miklu breytt eins og við vitum öll. 

Þessi útfærsla á lambalæri er eins langt frá því að vera hefðbundin og hugsast getur. Hér erum við með fennelfræ og svo græna sósu eða „salsa verde" (sem þýðir græn sósa á spænsku) sem er algjörlega geggjuð. Nú ef það er engin stemning fyrir sumarlegri sósu má skella í góða sveppasósu eins og þessa hér:

Fennelkryddað lambalæri með „salsa verde“

  • Úrbeinað lambalæri (u.þ.b. 2 kg)
  • sjávarsalt og nýmalaður pipar
  • 3 msk fennelfræ
  • 4 tsk muldar rauðpiparflögur
  • 4 hvítlauksrif, pressuð
  • 3 msk + ¼ bolli ólífuolía
  • 1 kg (u.þ.b.) litlar gulrætur 

Salsa verde

  • ½ bolli fínt söxuð steinselja
  • ¼ bolli fínt saxaður graslaukur
  • 2 msk (eða meira) ferskur sítrónusafi
  • 2 msk ólífuolía
  • sjávarsalt, nýmalaður pipar

AÐFERÐ:

Lærið þarf að vera upprúllað og bundið saman. Nuddið það með salti og pipar og látið standa við eldhúshita meðan kryddið er malað og hvítlaukurinn pressaður. Látið í skál og hrærið 3 msk ólífuolíu saman við. Nuddið blöndunni vel á lærið.

Hitið ofninn í 150°C. Hitið ¼ bolla ólífuolíu á stórri steikarpönnu. Þegar olían er meðalheit er lærið steikt á pönnunni þar til það er orðið gullinbrúnt allan hringinn, 3-5 mín á hverri hlið. Hellið aukafitu í skál og geymið. Hitinn þarf að vera hæfilegur svo fitan renni úr kjötinu og það brúnist ekki of mikið. Ef olían dökknar eða brennur gæti þurft að hella henni af og bæta við nýrri olíu.

Hreinsið gulræturnar, saxið kálið og setjið í skál. Þurrkið gulræturnar og raðið þeim í kringum lærið í ofnskúffu eða bakka. Hellið fitunni sem rann úr kjötinu yfir gulræturnar, einnig fitunni af pönnunni (munið að skrapa botninn til að fá sem mest bragð). Stráið yfir salti og pipar.

Steikið kjötið og gulræturnar í ofninum. Þegar kjöthitamælir sýnir 60°C er kjötið „medium rare“, eftir u.þ.b. 75-90 mín. Takið lærið úr ofninum, breiðið yfir það álpappir og látið standa í 20 mín. Ekki slökkva á ofninum.

Meðan kjötið bíður eru gulræturnar settar aftur í ofninn og steiktar í u.þ.b. 5 mín. Áður er mestu fitunni hellt af þeim.

Salsa verde

Saxið kálið af gulrótunum (skiljið eftir smá enda), ætti að vera um ½ bolli. Látið í skál ásamt öðrum innihaldsefnum sósunnar, bætið við salti, pipar og sítrónusafa eftir smekk.

Fjarlægið bandið af kjötinu, skerið það í hæfilega þykkar sneiðar og berið fram með gulrótunum og grænu góðu sósunni.

Uppskrift: Bon Appetit

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert