Götubitarnir á Granda

Grandi Mathöll er spennandi staður þar sem allt iðar af …
Grandi Mathöll er spennandi staður þar sem allt iðar af lífi og fjöri. Ásdís Ásgeirsdóttir

Grandi Mathöll er spennandi staður þar sem allt iðar af lífi og fjöri. Þar er hægt að smakka götubita frá öllum heimshornum og fylgjast með skipaferðum í leiðinni. 

„Ég mun halda uppi stemningunni hérna og mun setja á svið hér alls kyns viðburði þegar traffíkin minnkar aðeins,“ segir Franz Gunnarsson, viðburða- og markaðsstjóri Granda Mathallar, en til stendur að hafa þarna bæði tónleika og uppistand.

„Við opnuðum um síðustu helgi og viðtökurnar voru gífurlegar. Það komu um 13-15 þúsund manns um helgina; það var mikið flæði. Það er greinilega mikill áhugi,“ segir hann.

„Hérna erum við að vinna með „street food“ konsept, eða götubita. Skammtarnir eru öðruvísi og það er hægt að kaupa sér smakk á mörgum stöðum. Hér eru átta staðir og einn pop-up vagn og þar verða veitingaaðilar mánuð í senn og reynum við að fá frumkvöðla í mat og drykk þar inn,“ segir hann.

„Hér er verið að bjóða upp á ýmsar nýjungar í matargerð og svo er frábært útsýni yfir höfnina,“ segir hann. „Svo er hægt að fylgjast með skipatraffíkinni af skjá hérna, komum og brottförum.“

Franz Gunnarsson
Franz Gunnarsson Ásdís Ásgeirsdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert