Grandi Mathöll: Micro Roast Vínbar

Arnar Bjarnason, sem stendur vaktina hjá Micro Roast Vínbar.
Arnar Bjarnason, sem stendur vaktina hjá Micro Roast Vínbar. Ásdís Ásgeirsdóttir

„Hugmyndin er að vera með ljúffeng vín, annars vegar frá Búrgúndarhéraði í Frakklandi og hins vegar náttúruvínin, sem eru ýmist frá Frakklandi eða Ítalíu,“ segir Arnar Bjarnason, sem stendur vaktina hjá Micro Roast Vínbar. Hann segir það vera kost að geta keypt sér glas af eðalvíni en ekki er nauðsynlegt að kaupa heila flösku. Með víninu er hægt að narta í osta frá Búrinu en hægt er að kaupa osta- og salamibakka.

„Við seljum hér líka íslenska bjóra á dælu, eingöngu íslenskan kraftbjór frá íslenskum bruggurum. Svo seljum við gott kaffi og brauð frá Brauð og co.,“ segir Arnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert