Grillmottan sem breytir lífi fiskunnandans

Fátt er betra en fiskur á grillið.
Fátt er betra en fiskur á grillið. mbl.is/TM

Margir mikla það fyrir sér að grilla fisk enda á hann það til að fara í sundur og oftar en ekki endar hann á kolunum. Matarvefnum barst ábending frá lesanda sem sagðist hafa fundið hina fullkomnu grillmottu fyrir fiskunnendur en mottan var keypt í Blómavali og kostaði í kringum 1.000 krónur. 

„Ég keypti þessa mottu í Blómaval fyrir 1000 kall. Hún gerir allan gæfumuninn við að grilla fisk. Hann hrynur ekki í sundur og allur álpappír er úr sögunni. Það er líka mjög sniðugt að grilla marinerað kjöt á mottunni en þá kviknar síður í marineringunni. Svo er mottan bara skoluð. Umhverfisvænt! Enginn álpappír og meira grillbragð.“

Þar höfum við það... 

Fiskurinn tilbúinn á grillið.
Fiskurinn tilbúinn á grillið. mbl.is/TM
Mottan góða fæst í Blómavali.
Mottan góða fæst í Blómavali. mbl.is/TM
Mottan kemur í veg fyrir að fiskurinn molni niður og …
Mottan kemur í veg fyrir að fiskurinn molni niður og detti á milli grindanna. Sérlega heppilegt þegar fiskurinn er laus í sér. mbl.is/TM
Þetta lítur allt saman ákaflega vel út.
Þetta lítur allt saman ákaflega vel út. mbl.is/TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert