Krúttlegir kleinuhringir

Kleinuhringir Vickie Liu eru alveg sérstaklega krúttlegir.
Kleinuhringir Vickie Liu eru alveg sérstaklega krúttlegir. mbl.is/VickieLiu

Áhugabakarinn Vickie Liu býr til kleinuhringi og kökur sem eru svo krúttleg að það hálfa væri mikið meira en nóg. Við göngum svo langt að fullyrða að þetta séu sætustu kleinuhringir sem við höfum augum litið. Liu hefur meðal annars búið til allar helstu persónurnar úr Stjörnustríði úr kleinuhringjum, einnig vinnur hún mikið með lamadýr og kóalabirni. Það er mjög gaman að renna í gegnum instagram reikning hennar og fyllast innblæstri fyrir næstu kleinuhringjagerð, en reikninginn má finna hér.

Happy Friday! What's your favourite type of burger? 🍔🍔🍔

A post shared by Vickie Liu 🙊 (@vickiee_yo) on Jun 8, 2018 at 4:30am PDT

mbl.is