Einfaldur appelsínulax á grillið

mbl.is/TM

Eins og tíðin er má allt eins steikja laxinn á pönnu en örvæntið eigi - bragðið mun bæta geðheilsuna til muna. Hér gerir appelsínan gæfumuninn en í bland við hunang verður útkoman hrein unaðsleg svo ekki sé fastar að orði kveðið. 

Algjör negla og bráðholl!

Einfaldur appelsínulax á grillið

fyrir 4 

<ul> <li><span>1 kg lax, beinhreinsaður með roði, skotin í bita </span></li> <li><span>3 msk marmelaði (ég nota þetta sykurlausa með berkinum frá St. Dalfour </span></li> <li><span>3 msk appelsínusafi </span></li> <li><span>1 msk hunang</span></li> <li><span>1/6 tsk chillíflögur í kvörn (chillí exploision)</span></li> <li><span>1/2 tsk salt</span></li> </ul>

AÐFERÐ:

<ol> <li><span>Raðið laxinum á fat.</span></li> <li><span>Setjið öll hráefnin í krukku og hristið. </span></li> <li><span>Dreifið yfir bitana og látið marinerast í að lágmarki 30 mín. </span></li> <li><span>Grilli með roðið upp í 2 mínútur og snúið svo og grillið í aðrar 2 mínútur. Best er að notast við grillmottu.</span></li> <li><span>Grillið við þar til fiskurinn tekur ljósari lit. Ætti að taka um 4-5 mínútur í heild en fer eftir grillum,þykkt fisksins og hita.</span></li> <li><span>Berið fram með góðri kaldri sósu, hrísgrjónum og salati. T.d má gera sósu úr grísku jógúrti, marmelaði, fersku kóríander eða sítrónu melissu , salti og smá hunangi.</span></li> </ol>
Mottan kemur í veg fyrir að fiskurinn molni niður og …
Mottan kemur í veg fyrir að fiskurinn molni niður og detti á milli grindanna. Sérlega heppilegt þegar fiskurinn er laus í sér. mbl.is/TM
Þetta lítur allt saman ákaflega vel út.
Þetta lítur allt saman ákaflega vel út. mbl.is/TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert