Helgarpizza með karamelluðum lauk

Ef einhverjum finnst snautlegt að borða pizzu með einungis lauk …
Ef einhverjum finnst snautlegt að borða pizzu með einungis lauk og klettasalati má steikja beikon og setja ofan á, það svínvirkar. mbl.is/minimalistbaker

Hér er pizza-uppskrift fyrir þau sem eru komin með leið á þessari venjulegu með osti og skinku. Karamelluður laukur fer ofboðslega vel með geitaosti og balsamic sírópið er alveg til að toppa þessa blöndu. Það hafa ekki allir smekk fyrir geitaosti og má því vel skipta honum út fyrir fetaost. Ef einhverjum finnst snautlegt að borða pizzu með einungis lauk og klettasalati má steikja beikon og setja ofan á, það svínvirkar í þessu tilviki.

Helgapizza með karamelluðum lauk og geitaosti

 • Heimagert eða tilbúið pizzadeig í eina pizzu (sjá má stórgóða uppskrift af heimalöguðu pizzudeigi hér að neðan)
 • 1 meðalstór laukur, skorinn í sneiðar
 • salt og pipar
 • ólífuolía eða smjör til steikingar
 • 85 gr. geitaostur eða fetaostur
 • 10 sneiðar af steiktu beikoni
 • sletta af mjólk
 • balsamic síróp
 • ferskur basil eða klettasalat


Aðferð

 1. Hitið ofninn í 200 gráður.

 2. Svitið laukinn á pönnu í smjöri eða ólífuolíu á miðlungshita. Kryddið með salt og pipar. Þegar laukurinn er orðinn mjúkur má taka pönnuna af hellunni og setja lok yfir svo hann þorni ekki.

 3. Þegar ofninn er heitur má smyrja ólífuolíu á útflatt pizzadeigið, stinga deiginu inn í ofn og forbaka í 5 mínútur.

 4. Á meðan deigið forbakast skal setja geitaostinn í skál og skvetta smávegis af mjólk yfir hann, hræra honum svo saman við mjólkina svo hann þynnist út og auðvelt verði að smyrja honum á pizzuna.

 5. Ef á að bæta beikoni á pizzuna má steikja um 10 sneiðar af góðu beikoni á pönnu þar til það verður stökkt. Leyfið beikoninu að kólna og brytjið það svo niður í 1-2 sentímetra stóra teninga. 

 6. Taktu pizzadeigið úr ofninum og smyrjið geitaostinum yfir eins og þið mynduð venjulega gera með pizzasósu. Dreifið laukinum jafnt ofan á ostinn og beikonið þar ofan á. Setjið aftur inn í ofn og bakið í 10-15 mínútur eða þar til brúnir deigsins verða  stökkar.

 7. Skerið pizzuna niður og berið fram með balsamic sírópi og ferskum basil eða klettasalati.
Það hafa ekki allir smekk fyrir geitaosti og má því …
Það hafa ekki allir smekk fyrir geitaosti og má því vel skipta honum út fyrir fetaost. mbl.is/minimalistbaker
Karamellaður laukur fer ofboðslega vel með geitaosti og balsamic sírópið …
Karamellaður laukur fer ofboðslega vel með geitaosti og balsamic sírópið er alveg til að toppa þessa blöndu. mbl.is/minimalistbaker
mbl.is