Ætla að bjóða upp á „háklassa skyndibita“ í Vesturbænum

mbl.is/aðsend mynd

Þá geta Vesturbæingar loksins dregið andann léttar en komið er á hreint að það verður mexíkósk matargerð sem mun ráða ríkjum á Ægisíðunni næstu misseri.

Húsnæðið hýsti áður veitingastaðinn Borðið sem var í miklu uppáhaldi hjá hverfisbúum en tveggja ára bið eftir afgreiðslu borgarinnar á veitingaleyfi reyndist of erfið og þrátt fyrir að leyfið væri loks í höfn ákváðu eigendur staðarins að leggja árar í bát.

Vísir greinir frá því að það verði mexíkóski veitingastaðurinn Chido sem muni opna þar sem Borðið var áður en staðurinn er í eigu tveggja Íslendinga, þeirra Guðmundar Óskars Pálssonar og Helga Kristins Halldórssonar, sem reka nú þegar þrjá staði í Danmörku. 

Að sögn Guðmundar verður boðið upp á „háklassa skyndibita“ og geta Vesturbæingar því tekið gleði sína á ný en það er systir Guðmundar, Vigdís Ingibjörg Pálsdóttir, sem verður framkvæmdastóri staðarins á Ægisíðunni. 

„Okkur fjölskylduna er búið að dreyma um það lengi að opna hérna heima,“ segir Vigdís Ingibjörg en það eru Guðmundur og fjölskylda hans sem munu sjá um rekstur staðarins hér heima. „Stefnan er að opna í ágúst. Í Danmörku er þetta skyndibitastaður en húsnæðið hér býður upp á svo miklu meira. Bæði stærra veitingarými og eldhús. Við munum halda sömu línu og í Danmörku en stækka matseðilinn og aðlaga hann að íslenskum markaði,“ segir Vigdís Ingibjörg og staðfestir jafnframt að vitanlega verði þau með Taco Tuesday eins og vera ber. 

Borðið var staðsett á Ægisíðu í Vesturbæ Reykjavíkur en nú …
Borðið var staðsett á Ægisíðu í Vesturbæ Reykjavíkur en nú stendur til að opna þar mexíkóska veitingastaðinn Chido. Ljósmynd/Mar­ino Thorlacius
Boðið verður upp á gómsætan mexíkóskan mat.
Boðið verður upp á gómsætan mexíkóskan mat. mbl.is/aðsend mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert