Leyndarmál Kristó: Besti brauðraspur í heimi

mbl.is/WikiHow

Matreiðslumeistari Árvakurs (já við erum að sjálfsögðu með einn slíkan) Kristófer Helgason þykir með þeim betri í bransanum og ber ábyrgð á því að almenn vinnugleði í Hádegismóum er mikil. Svo sterk er matarást okkar á honum að vikulegur póstur sem hann sendir til starfsmanna með matseðli komandi viku er beðið með eftirvæntingu og allar breytingar valda uppþoti og heitum umræðum. 

Í hádeginu í dag bauð Kristó, eins og hann er kallaður, upp á steiktan fisk í raspi sem var sá albesti fiskur sem undirituð hefur smakkað. Að sjálfsögðu ruddist ég inn í eldhús að máltíð lokinni og fékk hann til að segja mér leyndarmálið. Í kjölfarið fékk ég svo leyfi til að deila því með dyggum lesendum Matarvefsins en þetta er það sem Kristó gerir.

„Ég tek tilbúinn brauðrasp, ef ég bý hann ekki til sjálfur og set síðan kjöt og grill (kött & grill) krydd frá Knorr saman við, bernaise krydd frá sama fyrirtæki og svo loks svartan pipar. Síðan steiki ég fiskinn að sjálfsögðu upp úr smjöri en ekki gleyma að setja örlítið af olíu saman við smjörið til að það brenni ekki.“ 

Þar hafið þið það - steikarkrydd og bernaise úr í raspinn. 

Takk Kristó xxx

Starfsmenn Árvakurs lágu afvelta eftir hádegismatinn.
Starfsmenn Árvakurs lágu afvelta eftir hádegismatinn. mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert