Svalasta grill sem sögur fara af

Þetta grill er í senn gríðarlega öflugt og svo er það með því smartara sem sést hefur. Til að toppa herlegheitin þá er það líka fjarstýrt með appi þannig að hægt að sitja inni meðan grillið sér um að útbúa matinn. Er það svindl? Mögulega en eins og veðrið hefur verið þá ætlum við að skilgreina það sem öflugt hjálpartæki. 

Grillið heitir meira að segja nánast íslensku nafni en á enskunni er að Leif Grillson sem myndi klárlega útleggjast sem Leifur Grillson á okkar ylhýra tungumáli. 

Með appinu og góðri WiFi tengingu getur þú stýrt öllum mikilvægustu þáttum grillsins í gegnum símann eins og hitastiginu, sjálfhreinibúnaðinum, tímastillum og innbyggða kjöthitamælinum til að maturinn eldist nákvæmlega eins og þú vilt. 

Leifur er miklu meira en bara hefðbundið grill því hann er líka reykofn, steikarpanna og pítsuofn. Og svo er auðvitað sjálfhreinsibúnaður. Með grillinu fylgir einnig 9 kílóa skurðarbretti.

Grillið kostar 375 þúsund krónur (án sendingarkostnaðs og tolla) og hægt er að skoða það betur HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert