Leyndardómar svarta kassans

Jón Gunnar Geirdal og Viggó Vigfússon eru alsælir með nýja …
Jón Gunnar Geirdal og Viggó Vigfússon eru alsælir með nýja staðinn. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Hugmyndafræðin er sú að þú velur sjálfur álegg á pítsuna. Kúnninn sér allt sem sett er á pítsuna og hann sér hvernig hún er búin til. Við höfum þetta einfalt, þú velur af matseðli, breytir matseðli eða velur sjálfur,“ segir Viggó Vigfússon, einn eigenda BlackBox Pizzeria. Hann er reyndur bakari og konditormeistari og hefur verið í bransanum í þrjá áratugi og komið víða við áður en hann hóf pítsugerð. Aðrir eigendur eru Jón Gunnar Geirdal og Jóhann Friðrik Haraldsson.

Svartir kassar

Pítsubotninn hjá BlackBox er úr súrdeigi og eru pítsurnar eldbakaðar í stórum ofni en aðeins tekur tvær mínútur fyrir pítsuna að bakast.

„Fyrirmyndin er frá Bandaríkjunum en það er bara þessi eini staður. Nafnið kemur til vegna þess að þetta var banki og anddyrið svona svart. Við vorum að velta því fyrir okkur hvað við ættum að gera við það, rífa það eða ekki,“ segir Viggó og segir þá hafa ákveðið að halda anddyrinu svörtu.

„Þegar þú labbar inn kemur þú inn í svartan kassa og þaðan inn í staðinn. Þá kom nafnið BlackBox og svo eru pítsukassarnir svartir,“ segir Viggó.

Partístemning um helgar

Mikið af ungu fólki sækir staðinn og eins fólk sem vinnur í Borgartúninu.

„Hér er spiluð há tónlist og oft smá partístemning, sérstaklega um helgar,“ segir Viggó og bendir á að afgreiðslan sé mjög hröð. Aðspurður um vinsælustu pítsurnar segir Viggó:

„Parma rúkóla er vinsælust og svo önnur sem heitir Black. Við skerum hráskinkuna beint á pítsuna. Allt áleggið er úrvalsálegg, sérvalið og ferskt,“ segir hann.

„Ég er búinn að borða pítsu núna daglega í fjóra mánuði,“ segir Viggó og segist ekki vera orðinn leiður á pítsu.

„Við erum í anti-diet klúbbnum,“ segir hann og hlær.

Pítsan er búin til fyrir framan viðskiptavininn.
Pítsan er búin til fyrir framan viðskiptavininn. Ásdís Ásgeirsdóttir
Leyndardómar svarta kassans Það tekur aðeins tvær mínútur að baka …
Leyndardómar svarta kassans Það tekur aðeins tvær mínútur að baka pítsuna í stórum eldofni. Ásdís Ásgeirsdóttir
Chillimajó
Chillimajó Ásdís Ásgeirsdóttir

Chili majó

Tilvalið er að setja chilli-majó yfir pítsur til að gera þær meira spennandi.

  • 50 gr Sambal Oelek
  • 10 gr Sriracha sósa
  • 15 gr olía
  • 300 gr majónes
  • salt og pipar

Blandið saman Sambal Oelek, Sriracha sósu og olíu og bætið svo majónesi saman við. Kryddið með salti og pipar.

Dukkah
Dukkah Ásdís Ásgeirsdóttir
Dukkah
  • 1 bolli pistasíur
  • ¾ bolli sesamfræ
  • 2 msk kóríanderfræ
  • 2 msk cuminfræ (ath.: ekki
  • kúmen)
  • ½ msk fennelfræ
  • ½ tsk svört piparkorn
  • smakkað til með salti

Aðferð:

  1. Ristið pistasíur þar til þær eru orðnar brúnleitar. Ristið sesamfræin þar til þau eru orðin ljósbrún.
  2. Ristið kóríander-, cumin- og fennelfræin, ásamt piparkornunum þar til það ilmar allt af dásamlegri kryddlykt.
  3. Látið öll hráefnin í matvinnsluvél og vinnið blönduna niður í það form sem þið kjósið, fínmalað eða grófmalað.
  4. Geymið í loftþéttum umbúðum.
  5. Æðislegt að strá yfir pítsu.
Pestó er gott á pítsuna
Pestó er gott á pítsuna Ásdís Ásgeirsdóttir
Pestó á pítsuna
  • 2 búnt basil
  • 1-2 rif hvítlaukur
  • safi úr ½ sítrónu
  • ½ l ólífuolía
  • 50 g ristaðar furuhnetur
  • 75 g rifin parmesan-ostur
  • salt og pipar

Setjið basil, hvítlauk, sítrónusafa og ólífuolíu í blandara og maukið vel saman. Bætið út í ristuðum furuhnetum og blandið áfram. Setjið þá út í parmesan-ostinn og hrærið honum saman við með sleif.

Kryddið með salti og pipar. Þetta geymist vel í kæli og er tilvalið að setja ofan á pizzur.

Í eftirmat er hægt að fá súkkulaðipítsu með jarðarberjum.
Í eftirmat er hægt að fá súkkulaðipítsu með jarðarberjum. Ásdís Ásgeirsdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert