Ostakaka með hrístoppi

Ostakökur eru eitt það alsnjallasta sem hægt er að bjóða upp á í betri veislum. Hér gefur að líta tvöfalda dásemd sem er svo einföld að allir ráða við hana – ekki síst þegar hægt að að horfa á eitursnjallt myndband sem sýnir réttu handtökin. 

Tvöföld segi ég ... því þetta er ekki eingöngu ostakaka heldur er hrístoppur ofan á henni og ef það er eitthvað sem slær í gegn við hvert tilefni er það einmitt slíkt sælgæti. 

Ostakaka með hrístoppi

 • 300 g hafrakex
 • 100 g smjör
 • 400 g rjómaostur
 • 200 g flórsykur
 • ½ lítri rjómi, þeyttur
 • 2 tsk. vanillusykur

Rice crispies-toppur

 • 75 g ósaltað smjör
 • 150 g suðusúkkulaði
 • 6 msk. síróp
 • 5 bollar Rice Krispies

Skreyting

 • Hvítt súkkulaði
 • Kirsuber

Aðferð:

 1. Myljið hafrakexið í blandara þangað til það er orðið að fínu mjöli.
 2. Bræðið smjörið og blandið því saman við kexmjölið.
 3. Takið stórt smelluform, 24 cm í þvermál, setjið smjörpappír í botninn og lokið forminu.
 4. Þrýstið kexblöndunni í botninn á forminu og setjið í frysti.
 5. Rjómaostur er hrærður. Flórsykrinum og vanillusykrinum er blandað saman við.
 6. Þeytið rjómann og blandið honum svo varlega saman við rjómaostablönduna með sleikju. Hellið deiginu í formið, sléttið toppinn á kökunni og setjið í frystinn. Geymið kökuna í minnst 3-4 tíma í frystinum, líka gott að gera með nokkurra daga fyrirvara ef þannig stendur á.
 7. Takið kökuna úr frystinum og leyfið henni að jafna sig í klukkutíma, á meðan er rice crispies-toppurinn útbúinn.
 8. Bræðið varlega saman súkkulaði, smjör og síróp. Bætið rice crispies saman við og blandið vel saman. Setjið rice crispies-ið ofan á kökuna.
 9. Skreytið kökuna með skornum kirsuberjum og bræddu hvítu súkkulaði.
mbl.is/
mbl.is/
mbl.is