Geggjað eða algjörlega galið?

Á staðnum eru flestar tegundir morgunkorns í boði.
Á staðnum eru flestar tegundir morgunkorns í boði. mbl.is/The Cereal Killer Cafe

Kaffihús nokkuð í London hefur vakið mikla eftirtekt frá opnun fyrir ást sína á öllu tengud áttunda áratug síðustu aldar og morgunkorni. Svo mikið reyndar að staður heitir The Cereal Killer Cafe sem er skemmtilegur orðaleikur sem flestir ættu að átta sig á. 

Á staðnum er hægt að fá allar tegundir morgunkorns sem þig dreymir um auk annarra rétta en á dögunum tilkynnti staðurinn svo að hér eftir myndu þeir hætta að bera vegan morgunkorn fram í skálum og myndu þess í stað nota avókadó skeljar. Segja þeir að þetta spari vatn en margir hafa þó verið fljótir til að benda á að vatnssparnaðurinn er enginn. 

En það er ekki annað hægt en að hrífast af staðnum og fyrir þá sem elska morgunkorn er þetta sannkölluð paradís. 

Hvað má bjóða þér?
Hvað má bjóða þér? mbl.is/The Cereal Killer Cafe
Glórulaust eða geggjað? Vegan morgunkorn er hægt að fá í …
Glórulaust eða geggjað? Vegan morgunkorn er hægt að fá í avókadóskál... en ekki hvað! mbl.is/The Cereal Killer Cafe
Hægt er að fá ýmislegt annað en morgunkorn.
Hægt er að fá ýmislegt annað en morgunkorn. mbl.is/The Cereal Killer Cafe
Hönnun staðarinst er innblásinn af áttunda áratugnum.
Hönnun staðarinst er innblásinn af áttunda áratugnum. mbl.is/The Cereal Killer Cafe
Svona lítur morgunverðarskálin út.
Svona lítur morgunverðarskálin út. mbl.is/The Cereal Killer Cafe
Litskrúðugt og fallegt.
Litskrúðugt og fallegt. mbl.is/The Cereal Killer Cafe
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert