HM-veitingar á mettíma

Lítur út fyrir að vera heimagert!
Lítur út fyrir að vera heimagert! mbl.is/

Kortér í leik og það er ekkert tilbúið? Það er mögulega vesen sem ansi margir upplifa enda kannski heldur óvenjulegur leiktími í komandi leik gegn Nígeríu. Þá er afar sniðugt að kaupa sér tilbúnar vörur og „pimpa“ eins og það myndi kallast á hræðilegri íslensku. Gott dæmi um þetta eru tilbúnar frosnar vörur eins og ostastangir eða kjúklingavængir. Þá er hægt að gera sína eigin sósu með og kalla það heimatilbúið. Eins er hægt að kaupa tilbúna pítsu og bæta á hana því sem manni þykir best. 

<span> </span>

Gott dæmi um þetta er fjögurra osta pítsan frá Grandiosa sem er í uppáhaldi hjá mörgum en vinsælt er að bæta jafnvel gráðosti ofan á hana og bera svo fram með klettasalati og lekkerri (helst heimagerðri) sultu eða parmaskinku. Slíkt þykir afar góð redding sem tekur enga stund og slær ávallt í gegn. Pítsunum má líka henda á grillið ef stemning er fyrir því. 

<span> </span> <span>Eins er hægt að kaupa tilbúna matarpakka eða panta á veitingastöðum sem margir bjóða upp á tilbúna veislubakka. </span> <span> </span> <span>Kostirnir eru fjölmargir og nú er bara að leggja höfuðið í bleyti. </span>
Snjallt er að setja smá aukaálegg á tilbúnu réttina eða …
Snjallt er að setja smá aukaálegg á tilbúnu réttina eða bera fram með heimagerðri sósu. mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert