Eldhúsið hreint á 15 mínútum!

Hvert verkefni ætti ekki að taka lengri tíma en 15 …
Hvert verkefni ætti ekki að taka lengri tíma en 15 mínútur og með þessu plani er hægt að halda eldhúsinu tandurhreinu í heilan mánuð. mbl.is/pinterest

Flest tæklum við eldhúsþrifin á tvo vegu, annars vegar með því að eyða heilum degi í að skrúbba eldhúsið frá lofti og niður í gólf, hins vegar með því að þrífa eitthvað smávegis alla daga og halda eldhúsinu þannig í horfinu. Það er aldrei gaman að eyða heilum degi í að skrúbba og skúra og því mælum við með því að gera eitthvað smávegis alla daga, þá verða þrifin ekki eins óyfirstíganleg. Hér má líta 30 daga þrifaáætlun sem listar upp auðveld verkefni sem gera má á hverjum degi. Hvert verkefni ætti ekki að taka lengri tíma en 15 mínútur og með þessu plani er hægt að halda eldhúsinu tandurhreinu í heilan mánuð. Þá er bara að bretta upp ermar og halda sig við áætlunina. 

30 daga þrifaáætlun

Dagur 1: Strjúkið af öllum eldhúsáhöldum sem sitja á borðum og bekkjum, eins og kaffivélinni, hrærivélinni, brauðristinni og svo framvegis. 

Dagur 2: Þrífið ruslatunnuna að innan og utan. 

Dagur 3: Takið til í línskápnum þar sem þið geymið svuntur, tuskur og viskustykki. 

Dagur 4: Þrífið geymslubox að utan, til dæmis sem notuð eru til að geyma hveiti, sykur, kornflex og svo framvegis. 

Dagur 5: Farið yfir ísskápinn, hendið öllu sem er runnið er út yfir síðasta neysludag, strjúkið úr hillum með sápuvatni og farið yfir frystihólfið. 

Dagur 6: Þurrkið af borðum og bekkjum og strjúkið framan af skápum með sápuvatni. 

Dagur 7: Moppa og skúra gólfið. 

Dagur 8: Þrífið vaskinn að innan með sápu og bursta og athugið að niðurfallið sé hreint og ekki stíflað. Ef svo er má hella smá stíflueyði niður um niðurfallið, láta bíða í 20 mínútur og hella svo sjóðandi vatni á eftir. 

Dagur 9: Þrífið áhalda- og hnífaparaskúffur að innan. 

Dagur 10: Hreinsið undan ísskápnum og eldavélinni ef þau standa þannig á gólfi að bil sé undir.

Dagur 11: Hreinsið síur úr uppþvottavél, þvottavél og þurrkara með tannbursta. 

Dagur 12: Þrífið gluggana.  

Dagur 13: Strjúkið af öllum eldhúsáhöldum sem sitja á borðum og bekkjum, eins og kaffivélinni, hrærivélinni, brauðristinni og svo framvegis. 

Dagur 14: Moppa og skúra gólfið. 

Dagur 15: Þrífið ruslatunnuna að innan og utan. 

Dagur 16: Takið til í búrskápnum, farið yfir alla matvöru og hendið því sem er runnið út, þurrkið svo af og þvoið hillur með sápuvatni. 

Dagur 17: Þrífið uppþvottabursta, svampa og tuskur. 

Dagur 18: Strjúkið framan af innréttingu, skápum og hillum með sápuvatni. 

Dagur 19: Strjúkið yfir veggi með sápuvatni eða hreinu vatni. 

Dagur 20: Þrífið eldavélarhelluna vel. 

Dagur 21: Moppa og skúra gólfið. 

Dagur 22: Strjúkið af öllum eldhúsáhöldum sem sitja á borðum og bekkjum, eins og kaffivélinni, hrærivélinni, brauðristinni og svo framvegis. 

Dagur 23: Farið yfir pottaskápinn, raðið pottum og pönnum svo vel fari og strjúkið vel úr skápnum, hillunni eða skúffunni með sápuvatni. 

Dagur 24: Þrífið vaskinn að innan með sápu og bursta og athugið að niðurfallið sé hreint og ekki stíflað.

Dagur 25: Farið yfir ísskápinn, hendið öllu sem er runnið er út yfir síðasta neysludag, strjúkið úr hillum með sápuvatni og farið yfir frystihólfið. 

Dagur 26: Þrífið örbylgjuofninn að innan og þrífið bakarofninn vel og vandlega með ofnahreinsi.

Dagur 27: Þurrkið vel af borðum og bekkjum og þvoið með sápuvatni ef þörf er á. 

Dagur 28: Moppa og skúra gólfið. 

Dagur 29: Strjúkið af öllum eldhúsáhöldum sem sitja á borðum og bekkjum, eins og kaffivélinni, hrærivélinni, brauðristinni og svo framvegis. 

Dagur 30: Þrífið viftuna vel og vandlega, takið síuna úr með skrúfjárni ef þörf er á og látið renna sápuvatn í gegnum hana. Látið hana þorna alveg áður en hún er fest aftur í. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert