Sjúklega smart 50 fm eldhús

Eyjan er úr burstuðu stáli - allt mjög opið og …
Eyjan er úr burstuðu stáli - allt mjög opið og bjart. mbl.is/Instagram

Danski stíllistinn Jenny Hultgren er ein af þessum snillingum sem skara framúr í heimilishuggulegheitum ef það er orð sem má nota. Heima hjá henni er allt svo ægifagurt og auðvitað vel stílliserað enda er það atvinna Jenny að láta allt líta sem best út. 

Eldhúsið hennar er með þeim fallegri sem við höfum séð. Mjög svo bóhemískt og kaótíst, með iðnaðarútliti og ákveðnum hráleika sem er samt hlýr. 

Þetta er mögulega ein glórulausasta eldhúslýsing sem skrifuð hefur verið og erfitt að botna í henni þannig að við látum myndirnar tala sínu máli. 

Instagram-síðu Jenny Hultgren er hægt að nálgast HÉR.

Eldhúsgólfið er köflótt.
Eldhúsgólfið er köflótt. mbl.is/Instagram
Opnar hillur og iðnaðarkrani.
Opnar hillur og iðnaðarkrani. mbl.is/Instagram
Borðkrókurinn sést hér og takið eftir auka vaskinum sem er …
Borðkrókurinn sést hér og takið eftir auka vaskinum sem er hér fremst á myndinni. mbl.is/Instagram
Hér sést úr borðstofunni yfir í eldhúsið. Liturinn á veggnum …
Hér sést úr borðstofunni yfir í eldhúsið. Liturinn á veggnum er virkilega vel heppnaður. mbl.is/Instagram
Borðstofan er algjörlega geggjuð en hér sést hún áður en …
Borðstofan er algjörlega geggjuð en hér sést hún áður en veggurinn var málaður blár. mbl.is/Instagram
Háar plöntur og pottar og önnur áhöld hanga á veggnum.
Háar plöntur og pottar og önnur áhöld hanga á veggnum. mbl.is/Instagram
Sjúklega fagurt og fínt.
Sjúklega fagurt og fínt. mbl.is/Instagram
Nóg er af allskonar fíneríi í hillunum.
Nóg er af allskonar fíneríi í hillunum. mbl.is/Instagram
Myndaveggurinn í borðstofunni.
Myndaveggurinn í borðstofunni. mbl.is/Instagram
Jenny er líka matarstílisti.
Jenny er líka matarstílisti. mbl.is/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert