Västerbotten-kartöflur á grillið

Kartöflurnar litu svona út þegar þær komu úr ofninum.
Kartöflurnar litu svona út þegar þær komu úr ofninum. mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson

Meðlæti er mögulega mikilvægasti hluti máltíðarinnar og því þarf að vanda til verka. Hér gefur að líta ákaflega girnilega útfærslu af kartöflum sem við elskum. Ekki síst af því að það er sjálfur Læknirinn í eldhúsinu, Ragnar Freyr Ingvarsson, sem á heiðurinn að henni og eins og allir vita sem fylgjast með honum þá eru alltaf undirliggjandi sænskir tónar í hans verkum. 

Västerbotten-kartöflur á grillið

  • 15 kartöflur
  • 2 msk. hvítlauksolía
  • 50 g smjör
  • 50 g Västerbotten-ostur (eða annar harður ostur, t.d. óðalsostur) 

Aðferð:

  1. Skar kartöflurnar niður í báta.
  2. Smurði eldfast mót með hvítlauksolíu og lagði kartölfurnar í fatið.
  3. Lagði svo smátt skorinn ost og smjörklípur ofan á.
  4. Bakaði í ofni við 180 gráður í um klukkustund (aðeins of mikið, þrjú kortér hefðu verið nóg).
Kartöflurnar áður en þær fóru inn í ofn.
Kartöflurnar áður en þær fóru inn í ofn. mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert